- Auglýsing -

Tíu marka sigur Valsara á nýliðum Selfoss

- Auglýsing -


Valur vann öruggan sigur á liði Selfoss í æfingaleik karlaliða félaganna í kvöld, 36:26, en tíu marka munur var einnig þegar fyrri hálfleikur var að baki, 20:10. Valsliði virðist til alls líklegt undir stjórn nýs þjálfara, Ágústs Þórs Jóhannssonar.


Gunnar Róbertsson, markakóngur Ólympíuhátíðar Evrópuæskunnar, var markahæstur Valsmanna með 9 mörk. Viktor Sigurðsson mætti til leiks eftir að hafa verið frá keppni þegar Valur lagði Víking í æfingaleik í síðustu viku. Viktor skoraði átta mörk. Björgvin Páll Gústavsson var atkvæðamikill í markinu að vanda og varði 17 skot áður en hann hleypti Arnari Þór Fylkissyni að.

Næsti æfingaleikur Valsara verður gegn Aftureldingu í N1-höllinni á Hlíðarenda klukkan 11.30 á laugardaginn.

Nýliðar Olísdeildarinnar, Selfoss, stillir upp ungu og uppöldu liði um þessar mundir. Tryggvi Sigurberg Traustason lét mest til sín taka við markaskorun. Hið árlega Ragnarsmót Selfyssinga hefst í næstu viku og verður áhugavert að fylgjast með framvindu nýliðanna á mótinu.


Mörk Vals: Gunnar Róbertsson 9, Viktor Sigurðsson 8, Andri Finnsson 4, Kristófer Máni Jónasson 4, Allan Norðberg 2, Bjarki Snorrason 2, Þorgils Jón Svölu Baldursson 2, Þorvaldur Þorvaldsson 2, Agnar Smári Jónsson 1, Bjarni í Selvindi 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 17, Arnar Þór Fylkisson 5.

Mörk Selfoss: Tryggvi Sigurberg Traustason 5, Aron Leo 4, Jason Dagur Þórisson 3, Alvaro Mallols Fernandez 2, Dagur Rafn Gíslason 2, Guðjón Óli Ósvaldsson 2, Hannes Höskuldsson 2, Jónas Karl Gunnlaugsson 2, Elvar Elí Hallgrímsson 1, Valdimar Örn Ingvarsson 1.
Varin skot: Ísak 6, Egill 3.

Yngri leikmennirnir létu ljós sitt skína í sigri Vals

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -