- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Tíu mörk frá Viggó nægðu ekki til sigurs – brást bogalistin í lokin

- Auglýsing -

Arnar Freyr Arnarsson, Reynir Þór Stefánsson og samherjar í MT Melsungen geta þakkað markverðinum Kristof Palasics fyrir annað stigið í heimsókn til HC Erlangen í þýsku 1. deildinni í handknattleik, 26:26. Palasics varði vítakast Viggós Kristjánssonar þegar leiktíminn var úti og sá til þess að leik liðanna lauk með skiptum hlut. Vítkastið var dæmt á Reyni Þór. Hann kom í veg fyrir að leikmenn HC Erlangen skoruðu í autt mark MT Melsungen á síðustu sekúndum viðureignarinnar er hann greip boltann innan vítateigs.


Viggó Kristjánsson bar uppi sóknarleik HC Erlangen. Hann skoraði 10 mörk og átti fjórar stoðsendingar. Tvö markanna skoraði Seltirningurinn úr vítaköstum. Andri Már Rúnarsson lék ekki með HC Erlangen í kvöld vegna lítils háttar meiðsla.

Arnar Freyr Arnarsson skoraði fimm mörk fyrir MT Melsungen og var einnig aðsópsmikill í varnarleiknum sem leiddi af sér eina tveggja mínútna brottvísun.

Reynir Þór skoraði eitt mark í leiknum sem mun vera hans fyrsta mark í þýsku 1. deildinni. Áður hefur Reynir Þór skorað fyrir Melsungen í Evrópudeildinni.

Naumt tap í Göppingen

Ýmir Örn Gíslason og félagar í Göppingen töpuðu naumlega fyrir Flensburg í hörkuleik á heimavelli, 33:32. Ýmir Örn var ekki á meðal þeirra sem skoruðu fyrir Göppingen.

Eftir góðan sigur í bikarkeppninni á fimmtudagskvöld töpuðu Arnór Þór Gunnarsson og liðsmenn hans í Bergischer HC naumlega á heimavelli fyrir Lemgo, 28:27. Lemgo hefur gert það gott á tímabilinu og óvænt blandað sér í toppbaráttuna.

August Pedersen tryggði Hannover-Burgdorf jafntefli á útivelli gegn THW Kiel, 29:29, í viðureign í kvöld. Leikmennn Hannover-Burgdorf verðskulduðu stigið eftir að hafa verið með yfirhöndina verulegan hluta leiksins.

Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf.

Staðan í þýsku 1. deildinni:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -