Tjörvi Týr Gíslason hefur skrifað undir eins árs samning við þýska 1. deildarliðið Bergischer HC. Félagið segir frá komu hans í dag. Tjörvi flytur til Þýskalands í sumar og mun leika með liðinu hvort sem það verður í efstu eða næsta efstu deild. Bergischer HC er í 17. og næst neðsta sæti 1. deildarinnar með tvær umferðir eru óleiknar.
Arnór Þór Gunnarsson var tímabundið ráðinn þjálfari Bergischer HC fyrir nokkrum vikum þegar staða liðsins í deildinni var erfið.
Tjörvi Týr er 24 ára gamall. Hann hefur leikið með Val frá blautu barnsbeini og var m.a. í stóru hlutverki hjá nýkrýndum Evrópubikarmeisturum. Eldri bróður Tjörva Týs, landsliðsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason, leikur með Rhein-Neckar Löwen en færir sig sunnar í Þýskalandi í sumar og verður liðsmaður Göppingen.
Haft er eftir Arnóri Þór þjálfari Bergischer að Tjörvi Týr hafi verið undir smásjá félagsins undanfarna mánuði. Tjörvi hafi góða kosti, jafnt sem línumður og miðjumaður í vörn.
Þess má til gamans geta að Arnór Þór og Orri Freyr, elsti bróðir Tjörva Týs, voru samherjar hjá Val fyrir um hálfum öðrum áratug.