- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tók fram skóna og leikur til úrslita

Hörður Fannar Sigþórsson fyrir miðri mynd fagnar með samherja. Mynd/Aðsend - Álvur Haraldsen

Hörður Fannar Sigþórsson tók handboltaskóna ofan af hillunni á dögunum ekki til einskis. Hann mun leika til úrslita um færeyska meistaratitilinn í handknattleik karla með samherjum sínum í KÍF frá Kollafirði. Þetta liggur fyrir eftir að KÍF vann meistaralið síðasta árs, VÍF frá Vestmanna, 30:22, í oddaleik í Kollafirði í kvöld.


Eins og handbolti.is sagði frá á mánudaginn þá sneri Hörður Fannar til baka út á keppnisvöllinn um síðustu helgi, ári eftir að hann ákvað að hætta. Í samtali við handbolta.is sagði Hörður Fannar ekki hafa getað skorast undan að aðstoða KIF-liðið þegar eftir því var leitað.


Hörður tók þátt í annarri viðureign KÍF og VÍF á sunnudaginn. Átti hann stóran þátt í að KÍF vann í Vestmanna í framlengdum leik, 34:32, og herjaði út oddaleik sem fram fór í kvöld.


Hörður Fannar lét til sín taka í oddaleiknum í Höllinni í Kollafirði en rífandi góð stemning var á leiknum. Hann var fastur fyrir í vörninni og skoraði auk þess tvö mörk.


Framundan er allt að fimm leikja einvígi hjá Herði Fannari og félögum í KÍF við H71 um meistaratitilinn. Fyrsti leikurinn verður í Hoyvik á sunnudaginn klukkan 16.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -