- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tókst að gera þetta vel

Leikmenn íslenska landsliðsins fagna sigrinum í Lúxemborg. Ljósmynd/flh.lu
- Auglýsing -

„Það er alltaf áskorun að leika gegn liði sem fyrirfram er lakara og halda úti gæðaleik frá upphafi til enda. Okkur tókst að gera þetta vel og ljúka leiknum með mjög öruggum sigri,“ sagði Perla Ruth Albertsdóttir landsliðskona í handknattleik í samtali við handbolta.is eftir 16 marka sigur landsliðsins á landsliði Lúxemborgar, 31:15, í 5. og næst síðustu umferð undankeppni Evrópumótsins.


„Sigurinn og stigin tvö skiptu öllu máli til viðbótar við að rúlluðum mjög vel á liðinu og vildum að koma sem flestum inn í leik okkar fyrir síðasta leikinn í undankeppninni gegn Færeyingum á sunnudaginn,“ sagði Perla Ruth sem segir íslenska liðið hafa aðeins eitt markmið fyrir viðureignina við Færeyinga og það er sigur. Annað sætið skal verða íslenska landsliðsins þegar upp verður staðið frá riðlakeppninni.

Svakalegur leikur á sunnudaginn

„Færeyingar eru með mjög gott lið um þessar mundir með leikmenn í fínum liðum. Við vorum í basli með þær síðast. Okkur tókst ekki að tryggja okkur sigurinn fyrr en í lokin. Þetta verður svakalegur leikur á sunnudeginn og við þurfum að fá með okkur allan stuðning sem hægt er að fá,“ sagði Perla Ruth Albertsson landsliðskona í handknattleik ákveðin þegar handbolti.is heyrði henni hljóðið eftir sigurinn í Lúxemborg.

Íslenska landsliðið kemur til landsins á morgun hefur strax undirbúning fyrir leikinn við Færeyinga sem hefst klukkan 17 á sunnudaginn. Frítt verður inn á Ásvelli í Hafnarfirði. Flautað verður til leiks klukkan 16.

Sjá einnig:

Sextán marka íslenskur sigur í Lúxemborg

EM kvenna ’24: Úrslit og staðan – 5. og 6. umferð

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -