- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tókst að hanga á þessu

Gunnar Gunnarsson, þjálfari kvennaliðs Hauka. Mynd/Haukar
- Auglýsing -

„Við vorum lengi að vinna okkur inn í leikinn og fórum illa með góð færi í fyrri hálfleik en náðum fimm marka forskoti í síðari hálfleik sem FH-ingum tókst að vinna upp. Sem betur fer þá tókst okkur að hanga á forskotinu undir lokin,“ sagði Gunnar Gunnarsson, hinn þrautreyndi þjálfari kvennaliðs Hauka, þegar handbolti.is heyrði í honum hljóðið eftir nauman sigur Hauka á FH, 26:25, í annarri umferð Olísdeild kvenna í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í dag.
Liðunum er spáð tveimur neðstu sætum deildarinnar og gangi það eftir var þessi sigur afar mikilvægur fyrir Haukaliðið sem hefur gengið í gegnum talsverðar breytingar undanfarin misseri.

„Þessum liðum er vissulega spáð tveimur neðstu sætunum en þetta eru góð lið og við berum höfuðið hátt og lékum lengst af vel gegn Val í fyrstu umferðinni þótt að tapið hafi verið upp á átta mörk þegar upp var staðið. Tapaði Fram ekki með fjórum mörkum í gær fyrir sterku liði Vals?,“ spurði Gunnar ennfremur.


Þegar FH tapaði boltanum á síðustu sekúndum leiksins í stöðunni 26:25 tók Gunnar leikhlé þótt aðeins væru átta sekúndur eftir af leiktímanum. Hann sagði hléið hafa verið tekið af ásettu ráði. „Ég vildi bara aðeins fara yfir málin með mínum leikmönnum. Í gegnum tíðina hefur maður oft séð lið fara illa að ráði sínu í svo stöðu. Ég vildi bara róa leikmenn og segja þeim að sækja fram leikvöllinn í átt að marki FH-liðsins og forðast það að stinga niður boltanum. Fórum bara yfir nokkur klassísk atriði.


Þetta voru mikilvæg stig sem við gleðjumst yfir í dag og á morgun áður en undirbúningur hefst fyrir leikinn við Fram um næstu helgi,“ sagði Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka, í samtali við handbolta.is í dag

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -