- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tókst ekki að vinna á útivelli

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir og Aldís Ásta Heimisdóttir leikmenn Skara HF. Mynd/Aðsend
- Auglýsing -

Aldís Ásta Heimisdóttir og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir og samherjar þeirra í Skara HF töpuðu í gær fyrir H65 Höör, 29:24, í þriðju viðureign liðanna í átta liða úrslitum um sænska meistaratitilinn í handknattleik. Höör hefur þar með náð yfirhöndinni í rimmunni með tvo vinninga gegn einum hjá Skara. Fjórða viðureign liðanna verður í Skara á laugardaginn og verður heimaliðið að vinna til þess að knýja fram oddaleik.

Jóhanna Margrét var besti leikmaður Skara í leiknum. Hún skoraði fimm mörk en því miður liggja nánari upplýsingar ekki fyrir vegna þess að þær hafa ekki verið færðar inn á skilmerkilegan hátt á vef sænska handknattleikssambandsins. Aldís Ásta skoraði eitt mark.

Á brattann var að sækja fyrir leikmenn Skara frá upphafi leiksins í gær. Höör var fimm mörkum yfir í hálfleik, 17:12.

Tap í Västra Frölunda

Berta Rut Harðardóttir og liðsfélagar í Kristianstad Handboll eru einnig undir í rimmu sinni við Önnereds í átta liða úrslitum. Kristianstad tapaði með níu marka mun í þriðja leik liðanna í Västra Frölunda í gær, 33:24. Berta Rut skoraði þrisvar sinnum.

Fjórði leikur liðanna verður í Kristianstad á mánudaginn. Önnereds hefur tvo vinninga en Kristianstad einn. Þar með er ljóst hvað Berta Rut og liðsmenn Kristianstad verða að gera á mánudaginn til þess að ná fram oddaleik.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -