- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tókst ekki að vinna annað sætið af FH – úrslit og staðan

Ágúst Birgisson og félagar í FH halda öðru sæti Olísdeildar. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Þrír leikir fóru fram í Olísdeild karla í handknattleik í kvöld. ÍBV tókst ekki að krækja í annað sætið af FH-ingum í heimsókn sinni í Kaplakrika. FH unnu sannfærandi sigur, 27:24, og hafa þar með 24 stig í öðru sæti deildarinnar, eru þremur á undan Stjörnunni og Fram sem bæði unnu leiki sína í kövld.

Stjarnan lagði KA, 30:26, og Fram lagði Hauka, 35:30. Virtust Haukar ekki hafa jafnað sig eftir grannaslaginn á mánudagskvöldið.


ÍBV er í fjórða sæti með 20 stig, er fjórum á eftir FH, sem í öðru sæti. Eyjamenn eiga tvo leiki til góða. Vonir KA-manna um sæti í úrslitakeppninni bötnuðu ekki við tapið í kvöld.

Valur deildarmeistari annað kvöld?

Valur getur orðið deildarmeistari annað kvöld með sigri á Gróttu í Origohöllinni. Reyndar dugir Valsmönnum annað stigið því þeir hafa innbyrðist á FH ef svo ólíklega færi að liðin yrði jöfn að stigum í efsta sæti þegar upp verður staðið.

Staðan í Olísdeild karla


Fram – Haukar 35:30 (15:15).
Mörk Fram: Stefán Orri Arnalds 5, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 5, Luka Vukicevic 5, Stefán Darri Þórsson 4, Breki Dagsson 3/3, Ívar Logi Styrmisson 3, Þorvaldur Tryggvason 3, Reynir Þór Stefánsson 2, Kristófer Dagur Sigurðsson 2, Marko Coric 1, Kjartan Þór Júlíusson 1, Arnar Snær Magnússon 1.
Varin skot: Breki Hrafn Árnason 16, 34,8%.
Mörk Hauka: Andri Már Rúnarsson 9, Ólafur Ægir Ólafsson 6, Stefán Rafn Sigurmannsson 4/1, Þráinn Orri Jónsson 3, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 3, Geir Guðmundsson 2, Kristófer Máni Jónasson 1, Össur Haraldsson 1, Tjörvi Þorgeirsson 1.
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 10/1, 27,8%.


FH – ÍBV 27:24 (15:13).
Mörk FH: Jóhann Birgir Ingvarsson 5, Egill Magnússon 4, Jón Bjarni Ólafsson 4, Ásbjörn Friðriksson 3/1, Birgir Már Birgisson 3, Jakob Martin Ásgeirsson 3, Ágúst Birgisson 2, Einar Bragi Aðalsteinsson 2, Einar Örn Sindrason 1.
Varin skot: Phil Döhler 15, 42,1%.
Mörk ÍBV: Arnór Viðarsson 9, Kári Kristján Kristjánsson 5/2, Janus Dam Djurhuus 4, Sigtryggur Daði Rúnarsson 2, Dagur Arnarsson 1, Elmar Erlingsson 1, Róbert Sigurðarson 1, Theodór Sigurbjörnsson 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 2/1, 10% – Pavel Miskevich 1, 10%. – Tölfræði HBstatz.

Stjarnan – KA 30:26 (13:12).
Mörk Stjörnunnar: Starri Friðriksson 10/4, Hergeir Grímsson 5, Hjálmtýr Alfreðsson 4, Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 3, Brynjar Hólm Grétarsson 2, Tandri Már Konráðsson 2, Jóhann Karl Reynisson 1, Gunnar Steinn Jónsson 1, Björgvin Þór Hólmgeirsson 1.
Varin skot: Sigurður Dan Óskarsson 15/1, 37,5%.
Mörk KA: Ólafur Gústafsson 9, Dagur Gautason 4, Einar Rafn Eiðsson 4/3, Jens Bragi Bergþórsson 4, Allan Norðberg 3, Gauti Gunnarsson 2.
Varin skot: Nicholas Satchwell 14, 40% – Bruno Bernat 6, 46,2%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -