Drammen komst upp í þriðja sæti í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik karla þegar liðið vann botnlið deildarinnar, Sandefjord, 36:28, í Jotunhallen í Sandefjord í kvöld í 12. umferð. Staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik, 15:15. Drammen-liðið tók völdin í leiknum snemma í síðari hálfleik og herti takið eftir því sem á leið leikinn.
Óskar Ólafsson skoraði þrjú mörk í fimm skotum fyrir Drammen og átti fjórar stoðsendingar. Hinn hálf íslenski Viktor Petersen Norberg náði ekki að skora í fimm markskotum. Hann átti hinsvegar sex stoðsendingar auk þess sem honum var vísað einu sinni af leikvelli í tvær mínútur.
Því má bæta við til fróðleiks að faðir Viktors, Ken Håkon Norberg, lék árum saman með hinu liðinu í Sanderfjord, Runar.
Staðan:
Elverum 18(10), Arendal 18(11), Drammen 15(12), Bækkelaget 15(11), Haslum 14(12), Nærbö 13(12), Kolstad 13(12), Runar 12(12), FyllingenBergen 12(12), Halden 6(11), Fjellhammer 6(11), Viking 5(11), Sandefjord 3(12).
FRÉTTAVAKTIN - Handbolti.is:
- Auglýsing -
- Auglýsing -
Nýlegt á handbolti.is