Tólf félagslið sækjast eftir að fylla þau sex sæti sem laus eru í Meistaradeild karla í handknattleik á næsta keppnistímabili. Fjögur þeirra tóku þátt í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á nýliðnu keppnistímabili. Alls taka sextán lið í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð og verða þau dregin í tvo átta liða riðla eins og fyrir síðasta keppnistímabil. Dregið verður í riðla föstudaginn 2. júlí.
Eftirfarandi lið eiga víst sæti í Meistaradeild á næsta keppnistímabili:
HC PPD Zagreb frá Króatíu, Aaborg Håndbold frá Danmörku, Barcelona frá SPáni, Paris St. Germain Handball (PSG) frá Frakklandi, THW Kiel og Flensburg frá Þýskalandi, MOL-PICK Szeged frá Ungverjalandi, HC Vardar 1961 frá Norður-Makedóníu, Lomza Vive Kielce frá Póllandi og FC Porto frá Portúgal.
Eftirfarandi lið sækjast eftir að fylla sex laus sæti:
HC Meshkov Brest frá Hvíta-Rússlandi, GOG frá Danmörku, Montpellier frá Frakklandi, Telekom Veszprém frá Ungverjalandi, Elverum frá Noregi, Orlen Wisla Plock frá Póllandi, Porting CP frá Portúgal, CS Dinamo Búkarest frá Rúmeníu, RK Gorenje Velenje frá Slóveníu, Kadetten Schaffhausen frá Sviss, IK Sävehof, HC Motor frá Úkraínu.
Meshkov Brest, Vezsprém, Elverum og HC Motor áttu sæti í Meistaradeildinni á nýliðinni leiktíð.
Nantes frá Frakklandi og Celje Lasko frá Slóveníu tóku þátt í Meistaradeildinni í vetur en óska ekki eftir að endurtaka leikinn á þeirri næstu. Nantes, sem komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar á dögunum, hafnaði í þriðja sæti í frönsku 1. deildinni í vor. Frakkar geta ekki vænst þess að fá nema eitt af uppbótarsætunum sex. Montpellier sem var í öðru sæti frönsku 1. deildarinnar hefur þar með forgang umfram Nantes.
Celje Lasko tapaði kapphlaupinu um meistaratitilinn í Slóveníu fyrir Gorenje Velenje í fyrsta sinn í sjö ár og getur þar með ekki vænst þess að öðlast þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta keppnistímabili. Forráðamenn félagsins hafa þar af leiðandi ekki eytt tíma og kröftum í að sæka um eitt af lausu sætunum sex.
Ísland á ekki möguleika á að hreppa sæti í Meistaradeild Evrópu.
- Dagskráin: Í mörg horn á líta innanlands og utan
- Haukar mæta Lviv tvisvar á Ásvöllum um helgina
- Molakaffi: Sabate hættir, Filter, lögðu árar í bát, Kündig
- Þessir verða ekki með á HM í janúar
- Dagur stýrði Króötum til öruggs sigurs á Slóvenum – öll úrslit vináttuleikja