- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tólf nægðu til að vinna

Elliði Snær Viðarsson leikmaður Gummersbach í Þýskalandi. Mynd Nastasja Kleinjung / VfL Gummersbach
- Auglýsing -

Lið Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, komst inn á sigurbraut á nýjan leik í kvöld þegar það lagði Hüttenberg með eins marks mun á heimavelli, 30:29, eftir að hafa verið undir nær allan síðari hálfleik. Gummersbach situr í öðru sæti deildarinnar með sex stig að loknum fjórum leikjum. Hamm-Westfalen er sem fyrr á toppnum með fullu húsi stiga eftir fjóra leiki.

„Við vorum aðeins á tólf á skýrslu,“ sagði Elliði Snær Viðarsson, leikmaður Gummerbach við handbolta.is, glaður í bragði með sigurinn sem var afar sætur enda torsóttur gegn harðsnúnu liði Hüttenberg. Gummerbach var marki undir í hálfleik, 17:16.

„Við vorum að elta næstum allan seinni hálfleikinn,“ sagði Eyjamaðurinn ennfremur. Hann stóð vaktina af festu í vörninni en var ekkert með í sóknarleiknum fyrir utan að hann skoraði eitt mark eftir hraðaupphlaup.

Ástæðan fyrir að Gummersbach var aðeins með 12 leikmenn á skýrslu var að fjórir leikmenn liðsins greindust með kórónuveiruna í fyrradag eins kom fram í frétt handbolta.is í morgun.

Smit staðfest á elleftu stundu

Bietigheim, sem Hannes Jón Jónsson þjálfar og markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson leikur með, átti að mæta Grosswallstadt á heimavelli í kvöld. Hætt var við leikinn á elleftu stundu eftir að einn leikmanna Bietigheim fékk jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. „Niðurstaðan barst fjörtíu mínútum fyrir leik, sem er skandall út af fyrir sig. En leikmaðurinn er ferskur og hefur ekki sýnt nein einkenni ennþá, sem betur fer,“ sagði Hannes Jón í skilaboðum til handbolta.is.

Fjórum frestað af níu

Viðureign EHV Aue, sem Arnar Birkir Hálfdánsson og Sveinbjörn Pétursson leika með, var frestað fyrr í dag eftir að smit kom upp hjá Aue-liðinu. Aue átti að leika við Elbflorenz. Alls var fjórum leikjum af níu sem fram áttu að fara í þýsku 2. deildinni í kvöld frestað vera kórónuveirunnar.

Staðan, leikjafjöldi er innan sviga:

Hamm-Westfalen 8(4), Gummersbach 6(4), Wilhelmshavener 6(4), Dessauer 6(4), Hamburg 4(2), Elbflorenz 4(2), Aue 4(3), Rimpar 4(4), Eisenach 4(4), Ferndorf 2(2), Bietigheim 2(2), Dormagen 2(2), Lübbecke 2(2), L. Schwartau 2(3), Grosswallstad 2(3), Konstanz 2(4), Emsdetten 0(3), Hüttenberg 0(4), Fürstenfeldbruch 0(4).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -