- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Toppleik þarf til þess að vinna Angóla

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari gefur skipanir frá hliðarlínunni. Mynd/EPA
- Auglýsing -

„Við verðum að eiga toppleik til þess að vinna Angóla. Það er alveg ljóst,“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari í handknattleik kvenna spurður um síðasta leik íslenska landsliðsins í riðlakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik gegn Angóla í dag.

Úrslit leiksins munu ráða því hvort það verður íslenska landsliðið eða það angólska sem tekur sæti í milliriðlakeppninni eða hvort þeirra rekur lestina í riðlinum og fer í keppni um forsetabikarinn sem fram fer í fram á Norður Jótlandi. Milliriðlakeppnin verður á hinn bóginn í Þrándheimi.

„Angóla er með mjög gott lið sem er erfitt viðureignar. Það var vitað og hefur enn betur komið í ljós í leikjum liðsins til þessa á HM, gegn Frökkum og Slóvenum,“ sagði Arnar og bætti við aðspurður að hann sæi ekki eftir að hafa leikið við landslið Angóla á æfingamóti í Noregi fyrir rúmri viku. Angóla vann þá viðureign, 27:24.

„Leikmenn Angóla leika aðeins öðruvísi handknattleik en við eigum að venjast með örlítið öðrum áherslum þótt vissulega sé leikur þeirra að verða evrópskari með hverju árinu sem líður,” sagði Arnar og bætti við.

„Burt séð frá leiknum í Lillehammer á dögunum þá eigum við talsvert myndefni af leikjum Angóla og eins reikna ég með að þjálfari Angóla og leikmenn viti mikið um okkur. Bæði lið hafa þegar leikið tvo leiki á mótinu og fátt orðið eftir af leyndarmálum. Ég get ekki ímyndað mér að leikur okkar við Angóla fyrir nokkrum dögum ráði úrslitum að þessu sinni.

Fyrir okkur eru allir leikir á mótinu mikilvægir. Sama við hvaða lið er leikið. Við öðlumst mikla reynslu og þekkingu sem nýtist okkur til framtíðar,“ segir Arnar Pétursson landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik í samtali við handbolta.is.

Viðureign Íslands og Angóla hefst klukkan 17 í dag og verður m.a. hægt að fylgjast með henni í textalýsingu á handbolti.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -