- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Töpuðum leiknum í fyrri hálfleik

István Pásztor þjálfari FTC t.h. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Fyrri hálfleikur varð okkur að falli að þessu sinni. Þá réðum við ekkert við hraðann í Valsliðinu auk þess sem markvarslan var betri hjá þeim en okkur. Við bitum aldrei úr nálinni með fyrri hálfleikinn,“ sagði sagði István Pásztor þjálfari FTC á blaðamannafundi eftir tapið fyrir Val í Evrópudeildinni í handknattleik karla í Origohöllinni í kvöld, 43:38.


„Við vissum alveg að Valsmenn vildu leika hratt en við erum bara ekki ennþá komnir á þann stað að geta elt þá. Okkar draumur er að leika hraðan handknattleik eins og Valsliðið og vonandi náum við markmiði okkar en það mun taka sinn tíma.


Í síðari hálfleik tókst okkur að svara aðeins fyrir okkur. Við fækkuðum skiptingum á milli varnar og sóknar. Þannig tókst okkur aðeins að bæta úr þeirri stöðu sem komin var upp. En því miður. Við réðum ekki við Valsmenn að þessu sinni,“ sagði István Pásztor þjálfari FTC á blaðamannafundi eftir leikinn í kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -