- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tryggvi og félagar kjöldrógu liðsmenn Turda

Tryggvi Þórisson leikur með Sävehof í Svíþjóð. Mynd/ÁÞG
- Auglýsing -

Tryggvi Þórisson og samherjar í sænska liðinu IK Sävehof virðast eiga fyrir höndum greiða leið í aðra umferð undankeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik karla. Þeir unnu rúmenska liðið Potaissa Turda með 24 marka mun í fyrri viðureign liðanna sem fram fór í Svíþjóð í dag. Staðan var 24:10 að loknum fyrri hálfleik.


Þótt liðsmönnum Potaissa Turda sé ýmislegt til lista lagt á heimavelli sínum eins og Valur og ÍBV fengu að finna fyrir 2017 og 2018 þá verður að teljast ólíklegt að þeim takist að snúa við taflinu á heimavelli um næstu helgi.


Tryggvi skoraði ekki marki í leiknum. Simon Möller, markvörður Sävehof átti stórleik, varði 20 skot og var með 48,7% hlutfallsmarkvörslu. Sebastian Karlsson skoraði 15 mörk í 16 skotum. Færeysku frændurnir Óli Mittún og Elias Ellefsen á Skipagøtu skoruðu sjö mörk samanlagt, Míttún fjögur og Ellefsen þrjú. Sá fyrrnefndi kom til Sävehof á dögunum.


Úrslit í fyrri leikjum 1. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar:
Cocks – Aguas Santas 22:21.
Lemgo – Ra Rioja 39:34.
Baia Mare – Ferencvaros 27:36.
Kristianstad – Trimo Trebnje 33:33.
Chambéry – CSM Constanta 27:23.
Alpla Hard – Pelister2 24:21.
Kolstad – Drammen 28:26.
Górnik Zabrze – GC Amicitia Zürich 27:19.
Cuenca – Bjerringbro/Silkeborg 26:31.
IK Sävehof – Potaissa Turda 45:21.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -