- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tryggvi sá rautt í Kristianstad

Tryggvi Þórisson leikmaður IK Sävehof. Mynd/Guðmundur Svansson
- Auglýsing -

Tryggvi Þórisson og félagar í IF Sävehof gerðu sér lítið fyrir og skelltu efsta liði sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik, IFK Kristianstad, í kvöld, með fjögurra marka mun í heimsókn til toppliðsins, 37:33. Þetta var fyrsta tap IFK Kristianstad í deildinni á leiktíðinni. Munar nú aðeins tveimur stigum á liðunum tveimur í efstu sætunum tveimur að loknum 16 umferðum. Kristianstad er með 28 stig en Sävehof 26.


Tryggvi var fyrirferðamikill í vörn Sävehof liðsins í leiknum í kvöld og var þrisvar sinnum vísað af leikvelli. Mátti hann sætta sig við að fylgjast með síðustu 16 mínútunum frá áhorfendapöllunum. Tryggvi hafði ekki skorað mark þegar honum var vísað af leikvelli þriðja sinni.

Skövde í sjöunda sæti

Bjarni Ófeigur Valdimarsson og samherjar í IFK Skövde töpuðu í kvöld á heimavelli fyrir Alingsås HK, 30:26. Bjarni Ófeigur skoraði þrjú mörk í sjö skotum og átti tvær stoðsendingar. IFK Skövde er í sjöunda sæti deildarinnar með 15 stig.

Fimm marka tap í Eskilstuna

Ekki gekk betur hjá OV Helsingborg HK sem Ásgeir Snær Vignisson leikur með. Liðið tapaði fyrr Eskilstuna Guif með fimm marka mun í heimsókn til Eskilstuna, 32:27. Ásgeir Snær átti eitt markskot sem geigaði og var einu sinni vísað af leikvelli.

Helsingborg er í 11. sæti með 11 stig eftir 16 leiki en 14 lið eru í sænsku úrvalsdeildinni.

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -