- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tumi Steinn bar sigur úr býtum í Íslendingaslagnum

Tumi Steinn Rúnarsson, leikmaður Coburg 2000, rær á ný mið í sumar. Mynd/Iris Bilek, Facebooksíða Coburg
- Auglýsing -

Þó nokkrir Íslendingar voru í sviðsljósinu í þýsku 2. deildinni í handknattleik karla í kvöld. Tumi Steinn Rúnarsson skoraði 4 mörk er Coburg lagði Aðalstein Eyjólfsson og lærisveina hans í GWD Minden, 27-22. Bjarni Ófeigur Valdimarsson var markahæstur hjá GWD Minden með 6 mörk og átti tvær stoðsendingar. Sveinn Jóhannsson var ekki í leikmannahópi Mindenliðsins.

Með sigrinum færðust Coburg upp um eitt sæti, upp í það fjórða með 19 stig en GWD Minden situr í því fjórtánda með 9 stig.

Annað tap hjá EHV Aue

EHV Aue, sem hefur átt erfitt uppdráttar það sem af er tímabils, undir stjórn Ólafs Stefánssonar sótti Dessauer heim en laut í lægra haldi. Dessauer sigraði með tveimur mörkum, 29-27. Sveinbjörn Pétursson varði 5 skot í marki EHV Aue.

Örn Vésteinsson Östenberg þurfti einnig að bíta í það súra í leik síns liðs, VfL Lübeck-Schwartau, í kvöld. Liðið fékk Hamm í heimsókn en tapaði með alls fjórum mörkum, 30-34. Örn skoraði tvö mörk í leiknum.

Hornamaðurinn Hákon Daði Styrmisson var hins vegar í sigurliði er Eintracht-Hagen vann öruggan sigur á Lübbecke, 38-30, á heimavelli. Hákon Daði skoraði tvö mörk fyrir Eintracht-Hagen, bæði mörkin í fyrri hálfleik.

Staðan í 2. deild karla í Þýskalandi

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -