- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tumi Steinn í sigurliði – tap í fyrsta leik Hákons Daða

Tumi Steinn Rúnarsson, leikmaður Coburg 2000, rær á ný mið í sumar. Mynd/Iris Bilek, Facebooksíða Coburg
- Auglýsing -

Tumi Steinn Rúnarsson fagnaði í kvöld með samherjum sínum í HSC 2000 Coburg fyrsta sigri liðsins í þýsku 2. deildinni í handknattleik á leiktíðinni. Coburg lagði lið hins forna veldis, TV Großwallstadt, 29:26, á heimavelli í annarri umferð deildarinnar. Coburg var marki yfir í hálfleik.


Tumi Steinn skoraði eitt mark snemma leiks og lét þar við sitja. Hann átti ennfremur tvær stoðsendingar sem vógu þungt þegar upp var staðið.

Fyrsti leikur Hákons Daða

Hákon Daði Styrmisson lék sinn fyrsta leik fyrir Eintracht Hagen í kvöld þegar liðið sótti Dessau-Roßlauer HV 06 heim. Hákon Daði og samherjar töpuðu með sjö marka mun, 26:19, og eru áfram stigalausir ásamt fleiri liðum deildarinnar. Hagen var undir frá upphafi til enda. M.a. var fjögurra marka munur á liðunum þegar fyrri hálfleikur var að baki, 12:8.

Hákon Daði skoraði tvö mörk í fjórum tilraunum. Vistaskipti hans til Hagen voru innsigluð í gær og hann því lítt kominn í leik liðsins.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -