- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tvær breytingar frá síðasta leik við Svía

Elín Klara Þorkelsdóttir, Perla Ruth Albertsdóttir og Sara Sif Helgadóttir eru í landsliðinu sem leikur við Svía í dag. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari í handknattleik kvenna hefur gert tvær breytingar á leikmannahópi landsliðsins sem hann teflir fram í dag gegn Svíum í Karlskrona frá leiknum á Ásvöllum á miðvikudaginn. Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR, og Jóhanna Margrét Sigurardóttir, Skara HF, koma inn í liðið í stað Elísu Elíasdóttur, ÍBV, og Kötlu Maríu Magnúsdóttur, Selfossi.

Leikur Svíþjóðar og Íslands hefst klukkn 13 í Brinova Arena í Karlskrona og er liður í fjórðu umferð undankeppni Evrópumóts kvenna í handknattleik, 7. riðli. Viðureignin verður send út á RÚV. Einnig verður textalýsing á handbolti.is.

Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, EH Aalborg (56/2).
Sara Sif Helgadóttir, Val (8/0).
Aðrir leikmenn:
Aldís Ásta Heimisdóttir, Skara (8/3).
Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (23/5).
Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukum (9/16).
Elín Rósa Magnúsdóttir, Val (16/36).
Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (17/4).
Hildigunnur Einarsdóttir, Val (105/124).
Katla María Magnúsdóttir, Selfossi (6/2).
Lilja Ágústsdóttir, Val (21/15).
Perla Ruth Albertsdóttir, Selfossi (45/81).
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Skara HF (12/8).
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (87/64).
Thea Imani Sturludóttir, Val (75/162).
Tinna Sigurrós Traustadóttir, Selfossi (1/0).
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Val (44/48).
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (134/388).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -