- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tvær breytingar gerðar á U19 ára landsliðinu sem fer til Þýskalands

ÍR-ingurinn Bernard Kristján Owusu Darkoh er annað þeirra sem kallaður hefur verið inn í U19 ára landsliðið í handknattleik. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -


Heimir Ríkarðsson og Maksim Akbachev, þjálfarar 19 ára landsliðs karla í handknattleik hafa þurft að gera tvær breytingar á landsliðshópnum sem þeir völdu á dögunum til þátttöku á Sparkassen Cup sem fram fer í Þýskalandi 26. – 30. desember.


Ævar Smári Gunnarsson úr Aftureldingu meiddist og verður þar af leiðandi ekki með við æfingar næstu daga né fer hann til Þýskalands. Í hans stað hefur ÍR-ingurinn Bernard Kristján Owusu Darkoh verið kallaður inn í hópinn. Bernard var eins og Ævar Smári í 18 ára landsliðinu sem hafnaði í fjórða sæti á EM í ágúst.

Auk Ævars Smára varð Framarinn Marel Baldvinsson að draga sig út úr hópnum. Bessi Teitsson úr Gróttu var valinn í stað Marels. Bessi hefur vakið mikla athygli í síðustu leikjum Gróttu í Olísdeildinni og í Poweradebikarnum.


U19 ára landsliðið kemur saman á morgun og verður við æfingar um helgina.

Sparkassen Cup verður að þessu sinni haldið í 36. skipti. Auk landsliða Þýskalands og Íslands hafa landslið Slóveníu, Hollands, Sviss og Serbíu boðað komu sína. Að vanda tekur úrvalslið sambandslandsins Saarlands þátt en mótið fer að venju fram í Merzig í Saarlandi. Egyptar ætluðu að vera með en hættu skyndilega við þátttöku á dögunum. Þess í stað stillir Þýskaland upp tveimur landsliði á mótinu.

U19 ára landslið Íslands tekur þátt í heimsmeistaramótinu sem fram fer í Egyptalandi í ágúst á næsta ári.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -