- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tvær með EM reynslu – þó ekki af sama móti

Sunna Jónsdóttir fyrirliði landsliðsins var með á EM 2010 þegar Ísland var með í fyrsta sinn. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Tveir leikmenn íslenska landsliðsins sem í dag vann færeyska landsliðið, 24:20, á Ásvöllum og innsiglaði þar með Íslandi þátttökurétt á EM 2024 hafa tekið þátt í lokakeppni Evrópumóts. Annars vegar er það Sunna Jónsdóttir fyrirliði og hinsvegar Þórey Rósa Stefánsdóttir. Þótt íslenska landsliðið hafi aðeins tekið tvisvar þátt í lokakeppni EM, 2010 í Árósum í Danmörku og Vrsac í Serbíu tveimur árum síðar, tóku þær ekki þátt í sama mótinu.

Skoraði gegn Rússum

Sunna var með á EM 2010 og skoraði tvö mörk. Bæði gegn Rússum í 30:21 tapi 11. desember en það var síðasti leikur íslenska liðsins í mótinu. Aðrir leikir töpuðustu einnig, 35:25 fyrir Króatíu 7. desember og 26:23, á móti Svartfellingum hinn 9. desember. Noregur varð Evrópumeistari í fimmta sinn og í fyrsta skipti með Þóri Hergeirsson sem aðalþjálfara.

Þórey Rósa Stefánsdóttir. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

Sjö mörk í þremur leikjum

Þórey Rósa var í EM-liðinu tveimur árum síðar. Hún skoraði sjö mörk í þremur leikjum. Þrjú mörk gegn Svartfellingum í 26:16 í tapi í fyrstu umferð riðlakeppninnar í 4. desember, tvö mörk gegn Rúmenum daginn eftir í þriggja marka tapi, 22:19, og loks tvö mörk í síðustu viðureigninni í níu marka tapi fyrir Rússum, 30:21. Sömu úrslit og tveimur árum áður.
Svartfellingar urðu Evrópumeistarar 2012 eftir sigur á norska landsliðinu í úrslitaleik í Belgrad.

Ágúst Þór með í bæði skipti

Ágúst Þór Jóhannsson núverandi aðstoðarþjálfari landsliðsins var landsliðsþjálfari á EM 2012 en Júlíus Jónasson var þjálfari landsliðsins þegar það fór í fyrsta sinn á EM, 2010. Ágúst Þór var álitsgjafi RÚV á EM 2010 en hann var þjálfari Levanger í Noregi á þessum árum.

EM liðin tvö voru þannig skipuð

Í EM-liðinu 2010 voru: Berglind Íris Hansdóttir og Íris Björk Símonardóttir markverðir. Aðrar: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Arna Sif Pálsdóttir, Ásta Birna Gunnarsdóttir, Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Harpa Sif Eyjólfsdóttir, Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, Karen Knútsdóttir, Rakel Dögg Bragadóttir, Rebekka Rut Skúladóttir, Rut Arnfjörð Jónsdóttir, Sigurbjörg Jóhannsdóttir, Sólveig Lára Kjærnested, Sunna Jónsdóttir og Þorgerður Anna Atladóttir.

Í EM-liðinu 2012 voru: Dröfn Haraldsdóttir og Guðný Jenný Ásmundsdóttir markverðir. Aðrar: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Arna Sif Pálsdóttir, Ásta Birna Gunnarsdóttir, Dagný Skúladóttir, Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Hildur Þorgeirsdóttir, Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, Jóna Margrét Ragnarsdóttir, Karen Knútsdóttir, Rakel Dögg Bragadóttir, Ramune Pekarskyte, Rut Arnfjörð Jónsdóttir, Stella Sigurðardóttir, Þórey Rósa Stefánsdóttir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -