Tveir íslenskir landsliðsmenn fór á slíkum kostum með félagsliðum sínum í frönsku 1. deildinni um nýliðna helgi að þeir eru í liði 6. umferðar. Annars vegar er um að ræða markvörðinn Viktor Gísla Hallgrímsson hjá Nantes og hinsvegar Kristján Örn Kristjánsson, Donna, liðsmann PAUC.
Viktor Gísli kom til Nantes fyrir leiktíðina en hefur lítið leikið með liðinu vegna meiðsla í olnboga síðla í september. Hann mætti galvaskur til leiks í gær og stimplaði sig hressilega inn með stórleik í 11 marka sigri Nantes á Cesson Rennes, 35:24.
Donni hefur nokkrum sinnum áður verið í liði umferðarinnar síðan hann gekk til liðs PAUC sumarið 2020. Hann er í hörkuformi um þessar mundir eins og sást skýrt í landsleikjunum á dögunum. Donni skoraði sex mörk fyrir PAUC í Toulouse á heimavelli á föstudaginn, 26:25. Hann átti ekki hvað sístan þátt í að PAUC sneri við taflinu síðari hálfleik eftir að hafa verið sex mörkum undir, 14:8, eftir fyrri hálfleik.
🙌🏼 Mesdames et messieurs, le 𝟳 𝗱𝗲 𝗹𝗮 𝘀𝗲𝗺𝗮𝗶𝗻𝗲 après cette 6ème journée de #LiquiMolyStarLigue !
— AJPH (@AJPHandball) October 24, 2022
Une belle équipe à coacher, t’en penses quoi ? 😎
✅ Composé par les joueurs et approuvé par @lequipe pic.twitter.com/KOC2oUqzba