- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tveir leika með íslenskum félagsliðum

Leikmenn Íslands og Eistlands heilsast fyrir viðureign þjóðanna í Laugardalshöll í apríl á síðasta ári. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Tveir leikmenn sem leika með íslenskum félagsliðum eru í landsliði Eistlands sem mætir íslenska landsliðinu í tvígang í umspili um sæti á heimsmeistaramótinu á næstu dögum. Fyrri viðureignin verður í Laugardalshöll annað kvöld, miðvikudag, klukkan 19.30.

Annars vegar er um að ræða Otto Karl Kont leikmann Harðar á Ísafirði og hinsvegar hornamanninn Ott Varik hjá KA sem nýverið framlengdi samning sinn við félagið.

Níu leikmanna eistneska landsliðsins leika með félagsliðum í Eistlandi, þrír eru hjá þýskum félagsliðum, einn leikur í Japan og annar í Kúveit og sá þriðji í Svíþjóð auk tveggja á Íslandi, eins og áður segir.

Rasmus Ots markvörður landsliðs Eistlands freistar þess að verja frá Sigvalda Birni Guðjónssyni í landsleik Íslands og Eistlands í Laugardalshöll 30. apríl á síðasta ári í undankeppni EM 2024. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

Leikmannahópur Eistlands:
Markus Viitkar (HF Karlskona), Dener Jaanimaa (Daido Steel), Mait Patrail (THSV Eisenach), Armis Priskus (Mistra), Otto Karl Kont (Herði), Karl Toom (Sulaibikhat), Simon Drõgin (Viljandi HC), Aleksander Pertelson (Viljandi HC), Rasmus Ots (Viljandi HC), Hendrik Koks (Viljandi HC), Karl Kõverik (HC Kehra), Sigmar Seermann (HC Kehra), Alvar Soikka (HC Kehra), Mathias Rebane (Põlva Serviti), Karl Roosna (VFL Potsdam), David Mamporia (HC Empor Rostok), Ott Varik (KA).

Ísland – Eistland, miðasala.

Noodla við stjórnvölin

Landsliðsþjálfari Eistlands er Martin Noodla sem jafnframt þjálfar HC Tallinn. Enginn leikmaður þess liðs á sæti í landsliðinu eins og sjá má að ofan. Noodla var einnig með þegar eistneska landsliðið kom hingað til lands í lok apríl á síðasta ári og tapaði, 30:23, fyrir íslenska landsliðinu. Þá var Svíinn Lars Thomas Sivertsson þjálfari landsliðsins ásamt Noodla. Samstarfi þeirra er lokið og Noodla er einn við stjórnvölin.

Síðari viðureign Íslands og Eistlands í umspili HM verður á laugardaginn í Tallinn. Samanlagður sigurvegari leikjanna tveggja öðlast farseðil á HM í janúar á næsta ári.

Sjá einnig:

Myndasyrpa: Ísland – Eistland 30:23 – EM sæti í höfn

Fjórir leikir við Eistlendinga en sögulegir – Með derhúfu sendiherra í markinu

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -