- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tveir Litháar reyndust með virkt mótefni

Aidenas Malasinskas með boltann í leik með Motor. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Tveir af sterkari leikmönnum landsliðs Litháa gátu ekki æft með liðinu síðan það kom til landsins síðdegis á mánudaginn eftir að sýni vegna kórónuveiru frá þeim voru tekin til frekari rannsóknar. Um er að ræða Lukas Simėnas og miðjumannin sterka, Aidenas Malašinskas. Þeir gengust, eins og aðrir í hópnum, undir skimun vegna kórónuveiru á Keflavíkurflugvelli.

Eftir því sem handbolta.is tókst að stauta sig fram úr á heimasíðu Handknattleikssambands Litháen í morgun kom fram við ítarlegri rannsóknir að báðir hafa þeir virkt mótefni og eru þar af leiðandi ekki smitandi. Af þeim sökum sluppu þeir úr eingangrun í gærkvöld og geta tekið þátt í leiknum við íslenska landsliðið í Laugardalshöll í kvöld.

Simėnas og Malašinskas hafa þegar sýkst af kórónuveirunni. Sá fyrrnefndi í heimalandi sínu fyrir um tveimur mánuðum. Malašinskas var hluti af hópsmiti sem kom upp hjá úkraínska meistaraliðinu Motor og handbolti.is hefur talsvert fjallað um vegna þess að Roland Erazde var einn þeirra sem veiktist og var í einangrun. Roland er fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands og hefur einnig verið þjálfari margra liða hér á landi.

Nærri hálfur mánuður er liðinn síðan Malašinskas losnaði úr hálfsmánaðar eingangrun og mátti hefja æfingar á ný. Hann lék m.a. með Motor gegn Celje í Meistaradeild Evrópu í handknattleik í síðustu viku þegar leikið var í Slóveníu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -