- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tveir nýliðar í fyrsta hópnum fyrir EM – Þrír leikir í Tékklandi framundan

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari og leikmenn fara til Tékklands á mót í næstu viku. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik hefur valið 16 leikmenn til þess að taka þátt í æfingamóti í Cheb í Tékklandi 26. – 28. september þar sem leiknir verða þrír leiki gegn Tékklandi, Egyptalandi og Póllandi. Landsliðið kemur saman til æfinga hér á landi föstudaginn 20. september og heldur af landi brott miðvikudaginn 25. september.

Leikirnir og æfingar þeim tengdum eru fyrsti liður í undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir þátttöku á Evrópumótinu sem hefst 28. nóvember. Landsliðið leikur tvo vináttuleiki gegn Pólverjum hér heima 25. og 26. október.

Tveir nýliðar eru í hópnum sem fer til Tékklands. Annars vegar Alfa Brá Hagalín Oddsdóttir leikmaður Fram og hins vegar Katrín Anna Ásmundsdóttir úr Gróttu. Báðar hafa áður æft með A-landsliðinu en ekki tekið þátt í leikjum.

Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Aarhus Håndbold (59/2).
Hafdís Renötudóttir, Valur (58/4).
Aðrir leikmenn:
Alfa Brá Hagalín Oddsdóttir, Fram (0/0).
Andrea Jacobsen, HSG Blomberg-Lippe (52/76).
Díana Dögg Magnúsdóttir, HSG Blomberg-Lippe (52/73).
Eín Rósa Magnúsdóttir, Valur (19/43).
Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (12/29).
Elísa Elíasdóttir, Valur (15/14).
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Kristianstad HK (15/11).
Katrín Anna Ásmundsdóttir, Grótta (0/0).
Lilja Ágústsdóttir, Valur (24/18).
Perla Ruth Albertsdóttir, Selfoss (48/92).
Steinunn Björnsdóttir, Fram (47/65).
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (90/65).
Thea Imani Sturludóttir, Valur (78/170).
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (137/399).

Leikirnir á mótinu í Cheb í Tékklandi:
26. september: Tékkland - Ísland.
27. september: Ísland - Egyptaland.
28. september: Ísland - Pólland.

A-landslið kvenna – fréttir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -