- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tveir nýliðar í hópi Arnars og þrjár koma inn eftir hlé

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari ræðir við leikmenn sína. Hann hefur valið 20 leikmenn fyrir leikina til Ísrael í byrjun nóvember. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari í handknattleik kvenna hefur valið 20 leikmenn til þess að taka þátt í tveimur leikjum við Ísrael í forkeppni heimsmeistaramótsins sem fram fara hér á landi 5. og 6. nóvember. Landsliðið kemur saman til æfinga mánudaginn 24. október og leikur tvo vináttuleiki við færeyska landsliðið 29. og 30. október í Þórshöfn.

Ethel Gyða og Elín Klara

Tveir nýliðar eru í hópnum. Ethel Gyða Bjarnesen markvörður úr HK og leikstjórnandin Elín Klara Þorkelsdóttir úr Haukum. Báðar voru í æfingahópi landsliðsins sem var saman við æfingar um síðustu mánaðarmót. Einnig áttu þær sæti í U18 ára landsliðinu sem tók þátt í HM í sumar.

Berglind Þorsteinsdóttir úr HK kemur inn í landsliðið á nýjan leik. Mynd/Hafliði Breiðfjörð.

Perla Ruth með eftir hlé

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Skara HF, og HK-ingurinn Berglind Þorsteinsdóttir koma inn í hópinn á nýjan leik eftir að hafa verið utan hans í síðustu verkefnum. Sömu sögu er að segja um Perlu Ruth Albertsdóttir úr Fram. Hún var í æfingahópnum sem æfði saman fyrir skemmstu en hefur ekki tekið þátt í A-landsleikjum síðan árið 2020.

Elísa er meidd

Elísa Elíasdóttir, ÍBV, getur ekki tekið þátt í leikjunum vegna meiðsla. Harpa Valey Gylfadóttir úr ÍBV ekki valin að þessu sinni en hún hefur átt sæti í landsliðinu um nokkurt skeið.


Markverðir:
Ethel Gyða Bjarnasen, HK (0/0).
Hafdís Renötudóttir, Fram (36/1).
Sara Sif Helgadóttir, Val(3/0).

Aðrir leikmenn:
Aldís Ásta Heimisdóttir, Skara HF (4/2).
Andrea Jacobsen, EH Aalborg (31/30).
Berglind Þorsteinsdóttir, HK (10/5).
Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (32/32).
Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukum (0/0).
Hildigunnur Einarsdóttir, Val (90/101).
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Skara HF (3/7).
Lovísa Thompson, Ringköbing Håndbold (22/66).
Perla Ruth Albertsdóttir, Fram (24/30).
Rakel Sara Elvarsdóttir, Volda (5/4).
Rut Arnfjörð Jónsdóttir, KA/Þór (108/233).
Sandra Erlingsdóttir, TuS Metzingen (12/36).
Steinunn Björnsdóttir, Fram (38/34).
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (67/53).
Thea Imani Sturludóttir, Val (54/83).
Unnur Ómarsdóttir, KA/Þór (38/46).
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (113/330).

Íslenska landsliðið sem tók þátt í leiknum við Tyrkland hér á landi í byrjun mars. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -