- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tveir nýliðar í landsliðshópnum – fjórar breytingar frá HM

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari gefur skipanir frá hliðarlínunni. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Tveir nýliðar eru í 19 kvenna landsliðshópi sem Arnar Pétursson landsliðsþjálfari hefur valið til æfinga og tveggja leikja við sænska landsliðið í undankeppni Evrópumótsins um næstu mánaðamót. Alfa Brá Hagalín Oddsdóttir, Fram, og Tinna Sigurrós Traustadóttir, Selfossi, eru í hópnum. Hvorug þeirra hefur leikið A-landsleik. Fjórir leikmenn sem voru í 18 kvenna hópnum sem tók þátt í HM undir lok síðasta árs geta ekki verið með í leikjunum við Svía.

Fjórar fjarverandi

Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukum, kemur inn í hópinn en hún varð að draga sig út úr landsliðshópnum rétt fyrir HM vegna meiðsla.

Aldís Ásta Heimisdóttir, Skara HF, var valin að þessu sinni en nokkuð er liðið síðan hún var með landsliðinu.

Til viðbótar er Sara Sif Helgadóttir markvörður Vals valin í stað Hafdísar Renötudóttur sem er frá keppni vegna afleiðinga höfuðhöggs. 

Auk Hafdísar er Díana Dögg Magnúsdóttir úr leik vegna handarbrots, Sandra Erlingsdóttir er ólétt og Andrea Jacobsen er frá keppni vegna meiðsla.

Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, EH Aalborg (55/2).
Sara Sif Helgadóttir, Val (7/0).

Aðrir leikmenn:
Aldís Ásta Heimisdóttir, Skara HF (7/3).
Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, Fram (0/0).
Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (22/5).
Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukum (8/11).
Elín Rósa Magnúsdóttir, Val (15/33).
Elísa Elíasdóttir, ÍBV (12/10).
Hildigunnur Einarsdóttir, Val (104/123).
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Skara HF (12/8).
Katla María Magnúsdóttir, Selfossi (5/2).
Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (17/4).
Lilja Ágústsdóttir, Val (20/14).
Perla Ruth Albertsdóttir, Selfossi (44/79).
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (86/64).
Thea Imani Sturludóttir, Val (74/158).
Tinna Sigurrós Traustadóttir, Selfoss (0/0).
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Val (43/46).
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (133/384).

Þótt Arnar velji 19 konur til æfinga að þessu sinni þá er ekki þar með sagt að allar taki þátt í leikjunum tveimur vegna þess að aðeins má tefla fram 16 í leik.

Tveir leikir við Svía

Fyrri viðureignin við Svía verður á Ásvöllum miðvikudaginn 28. febrúar en sú síðari í Karlskrona laugardaginn 2. mars. Íslenska landsliðið stendur vel að vígi með fjögur stig eftir tvær fyrstu umferðirnar í 7. riðli undankeppninnar sem fram fóru í október. Svíar, sem höfnuðu í fjórða sæti á HM í desember, hafa einnig unnið tvær fyrstu viðureignir sínar í 7. riðli undankeppni EM. Færeyingar og Lúxemborgarar eru án stiga.

Vikunni eftir páska, 3. og 7. apríl verða tveir síðustu leikir undankeppninnar, gegn Lúxemborg ytra og Færeyingum á Ásvöllum sunnudaginn 7. apríl.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -