Kvennalandsliðið í handknattleik hélt af landi brott í morgun til Færeyja þar sem það mætir færeyska landsliðinu í tveimur vináttuleikjum í Skála og Klaksvík á morgun og á sunnudaginn.
Ljóst er að tveir nýliðar þreyta frumraun sína með A-landsliðinu í Höllinni í Skála á morgun. Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukum, og Lilja Ágústsdóttir, Val, eru nýliðar í hópnum sem Arnar Pétursson valdi til Færeyjarfararinnar. Þórey Rósa Stefánsdóttir Fram er leikreyndust. Hún hefur klæðst landsliðspeysunni í 113 skipti.
Ethel Gyða Bjarnesen, HK, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Skara HF, Hildigunnur Einarsdóttir, Val, og Unnur Ómarsdóttir urðu eftir heima. Tvær þær síðarnefndu er meiddar.
Hildigunnur var á vakt í lögreglunni á Keflavíkurflugvelli í morgun þegar landsliðið lagði af stað eins og sjá má á myndinni fyrir ofan. Hún kastaði kveðju á stöllur sínar og óskað þeim góðrar ferðar.
Markverðir:
Hafdís Renötudóttir, Fram (36/1).
Sara Sif Helgadóttir, Val (3/0).
Aðrir leikmenn:
Aldís Ásta Heimisdóttir, Skara HF (4/2).
Andrea Jacobsen, EH Aalborg (31/30).
Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (32/32).
Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (0/0).
Katrín Tinna Jensdóttir, Volda (3/0).
Lilja Ágústsdóttir, Valur (0/0).
Perla Ruth Albertsdóttir, Fram (24/30).
Rakel Sara Elvarsdóttir, Volda (5/4).
Rut Arnfjörð Jónsdóttir, KA/Þór (108/233).
Sandra Erlingsdóttir, Metzingen (12/36).
Steinunn Björnsdóttir, Fram (38/34).
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (67/53).
Thea Imani Sturludóttir, Val (54/83).
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (113/330).