- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tveir sigurleikir í 2. deild

Arnar Birkir Hálfdánsson kveður EHV Aue í lok keppnistímabilsins eftir tveggja ára veru. Mynd/EHV Aue
- Auglýsing -

Íslendingar voru í sigurliðum í þýsku 2. deildinni í handknattleik í dag þegar EHV Aue og Bietigheim unnu góða sigra á heimavelli og halda þar með áfram að mjakast örlítið ofar á stöðutöfluna.

Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði sex mörk og átti sex stoðsendingar þegar EHV Aue jók á raunir leikmanna Emsdetten sem eru í bráðri fallhættu. Aue vann með eins marks mun, 31:30. Sveinbjörn Pétursson stóð í marki Aue rúmlega hálfan leikinn og varði sjö skot, þar af eitt vítakast og var með nærri 32% hlutfallsmarkvörslu.


Annar markvörður, Aron Rafn Eðvarðsson var einnig með 32% hlutfallsmarkvörslu á þeim 44 mínútum sem hann stóð í marki Bietigheim er liðið vann Dessau, 30:26, á heimavelli. Aron varði átti skot.


Staðan í 2. deild:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -