- Auglýsing -
Tvö lið úr Olísdeild karla falla úr leik í 32-liða úrslitum, eða fyrstu umferð, Coca Cola-bikars karla í handknattleik þegar leikið verður 12. og 13. desember.
Þetta varð ljóst í morgun þegar dregið var í keppnina en tvær viðureignir umferðarinnar verða á milli liða úr Olísdeild karla. Auk þess drógust saman tvö lið úr Grill66-deild karla.
Aðeins þrír leikir verða í fyrstu umferð Coca Cola-bikars karla.
Fram – ÍBV.
Stjarnan – Afturelding.
Hörður – Fjölnir.
Valur, Haukar, FH, Selfoss sátu hjá þegar dregið var.
Þór Akureyri, HK, Víkingur, ÍR , Grótta, ÍBV2, Vængir Júpíters, KA og Kórdrengir voru ekki dregin upp úr skálinni í morgun og eru þar með komin áfram í 16-liða úrslit Coca Cola-bikarkeppni karla.
- Auglýsing -