Leikmenn ÍBV skoruðu tvö síðustu mörkin í KA-heimilinu í kvöld og kræktu þar með í annað stigið í heimsókn sinni til KA, 32:32. Heimamenn voru fimm mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 20:15.
KA-menn geta nagað sig í handarbökin yfir að hafa ekki hreppt bæði stigin. Þeir fóru á stundum illa að ráði sínu í upplögðum marktækifærum, jafnvel verandi tveimur mönnum fleiri.
Eftir slakan fyrri hálfleik þá náðu Eyjamenn áhlaupi snemma í síðari hálfleik. Þá tókst þeim að mestu að saxa á forystu KA-manna. Eftir það önduðu leikmenn ÍBV ofan í hálsmálið á KA-mönnum allt til leiksloka. Miklu munaði einnig að Björn Viðar Björnsson átti stórleik í marki ÍBV í síðari hálfleik á sama tíma og markverðir KA náðu sér ekki á strik. Friðrik Hólm Jónsson skoraði 32. markið nærri hálfri mínútu fyrir leikslok úr vinstra horni eftir sendingu frá Degi Arnarssyni.
Mörk KA: Patrekur Stefánsson 8, Allan Norðberg 8, Óðinn Þór Ríkharðsson 7, Jón Heiðar Gunnarsson 3, Arnar Freyr Ársælsson 2, Ragnar Snær Njálsson 1, Einar Birgir Stefánsson 1, Haraldur Bolli Heimisson 1, Skarphéðinn Ívar Einarsson 1.
Varin skot: Nicholas Satchwell 5, 21,7% – Bruno Bernat 2, 14,3%.
Mörk ÍBV: Sigtryggur Daði Rúnarsson 8/5, Rúnar Kárason 5, Friðrik Hólm Jónsson 3, Kári Kristján Kristjánsson 3, Elmar Erlingsson 3, Gauti Gunnarsson 2, Dagur Arnarsson 2, Ásgeir Snær Vignisson 2, Sveinn Jose Rivera 1, Arnór Viðarsson 1.
Varin skot: Björn Viðar Björnsson 13/2, 38,2% – Petar Jokanovic 2, 15,4%.
Öll tölfræði leiksins er hjá HBStatz.
Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild karla er að finna hér.
- Auglýsing -