- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tvöfaldir Evrópumeistarar semja við Vyakhirevu

Anna Vyakhireva á auðum sjó leik með rússneska landsliðinu á Ólympíuleikunum í fyrra. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Rússeska handknattleikskonan Anna Vyakhireva hefur samið við Evrópumeistara Vipers Kristiansand frá Noregi til eins árs. Vyakhireva á að fylla skarðið sem Nora Mørk skilur eftir við flutning til Esbjerg í Danmörku.


Vyakhireva hefur verið valin besti leikmaður tveggja síðustu Ólympíuleika. Hún hefur leikið með rússneska meistaraliðinu Rostov-Don um árabil. Vyakhireva segir að ástæða þess að hún hafi ákveðið að söðla um sé sú staðreynd að Rostov Don tekur ekki þátt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Hún vilji mjög gjarnan leika í deildinni og þá sé fátt betur til þess fallið en að ganga til liðs við Vipers Kristiansand sem unnið hefur keppnina tvö síðustu ár. Á hinn bóginn hafi ekki verið auðvelt að taka ákvörðun að yfirgefa Rússland.



Vyakhireva er 27 ára gömul og hefur allan sinn feril til þessa leikið með rússneskum félagsliðum en þeim er meinað að taka þátt í Evrópumótum félagsliða á næstu leiktíð vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Sömu sögu er að segja um rússneska landsliðið.

Vyakhireva hefur fimm sinnum verið valin verðmætasti leikmaður stórmóta landsliða og í sex skipti valin í úrvalslið stórmóta.



- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -