- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tyrkjum tókst ekki að leggja stein í götu Serba

Ungverjinn Katrin Klujber sækir að vörn Portúgals í leik í undankeppni EM í kvöld. Mynd/EPA

Serbía vann öruggan sigur á Tyrklandi í sjötta riðli undankeppni Evrópumótsins í handknattleik kvenna. Lið þjóðanna eru með íslenska og sænska liðinu í riðli en Ísland og Svíþjóð eigast við á morgun klukkan 17 í Eskilstuna í Svíþjóð.

Serbar koma til Íslands á föstudagskvöld og mæta íslenska landsliðinu í undankeppninni á sunnudaginn í Schenkerhöllinni á Ásvöllum.

Eins og við var að búast voru þær serbnesku mun sterkari í leiknum í Zrenjanin. Þær voru með átta mark forystu í hálfleik, 21:13.

Úrslit í undankeppni EM kvenna sem hófst í kvöld:

1.riðill:
Pólland – Litáen 36:22.
Rússland – Sviss 26:22.

2.riðill:
Rúmenía – Færeyjar 26:19.

3.riðill:
Holland – Hvíta-Rússland  38:27.

4.riðill:
Frakkland – Tékkland 38:22.

5.riðill:
Ungverjaland – Portúgal 34:24.
Spánn – Slóvakía 33:28

6.riðill:
Serbía – Tyrkland 36:27.
Svíþjóð – Ísland, kl. 17 á morgun.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -