- Auglýsing -
- Auglýsing -

U17: Tilbúnar að vaða eld og brennistein

Elísa Elíasdóttir, Lilja Ágústsdóttir, Elín Klara Þorkelsdóttir og Inga Dís Jóhannsdóttir liðsmenn U17 ára landsliðsins sem er í undanúrslitum B-deild ar EM. Mynd/Dagur
- Auglýsing -

„Það er ljóst að Spánarleikurinn verður gríðarlega erfiður. Spænska liðið hefur verið jafnbesta liðið á mótinu og unnið alla sína leiki á sannfærandi hátt,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari U17 ára landsliðs kvenna í handknattleik við handbolta.is í dag.

Á æfingur í morgun. Mynd/Dagur


Ágúst og leikmenn íslenska liðsins hafa unnið hörðum höndum í allan dag að undirbúningi fyrir viðureignina við Spán í undanúrslitum B-deildar Evrópumótsins sem fram fer á morgun í Klaipeda í Litáen. Flautað verður til leiks klukkan 14.30. Í hinni viðureign undanúrslitanna eigast við Pólland og Norður Makedónía. Sigurlið undanúrslitanna á morgun leika til úrslita á sunnudaginn en tapliðin bítast um bronsverðlaunin á mótinu, einnig á sunnudag.

Farið yfir málin við upphaf æfingar í morgun. Mynd/Dagur


„Spænska liðið leikur dæmigerða spænska vörn með bakverðina framarlega. Við verðum að vera rólegar á boltanum í sókninni, fjölga sendingum og gæta þess að boltanum sé ekki stolið af okkur. Eins verðum við að skila okkur fljótt í vörnina því spænska liðið nýtir sér vel fyrstu, aðra og þriðju bylgjuna í hraðaupphlaup,“ segir Ágúst og nefnir ennfremur að línumaður spænska liðsins sé afar stór og sterkur. Hún hafi leikið andstæðinga spænska liðsins grátt fram til þessa.


„Við verðum að hafa góðar gætur á línumanninum en jafnframt loka á skytturnar. Sérstaklega er vinstri skyttan góð. Eins er spænska liðið með afar tekniskan miðjumann,“ sagði Ágúst.

Farið yfir leik spænska landsliðsins með þjálfaranum, Ágústi Þór Jóhannssyni. Mynd/Dagur


Allir leikmenn íslenska liðsins eru í fínu standi eftir fjóra góða leiki í mótinu. Stúlkurnar eru reiðubúnar að vaða yfir eld og brennistein í leiknum við Spánverja. Sjálfsftraust er fyrir hendi eftir gott mót til þessa, segir Ágúst og hvergi banginn.


„Við höfum leikið vel í mótinu til þessa. Æfingin í dag var góð og undirbúningur hefur gengið eins og best verður á kosið. Í kvöld tökum við því rólega og mætum fersk til leiks á morgun. Stelpurnar mæta með það markmið á morgun að standa sig vel og njóta þess að spila. Verkefnið er stórt en það ríkir mikil tilhlökkun í okkur öllum að mæta í leikinn,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari U17 ára landsliðs kvenna við handbolta.is í dag.

Farið yfir leik spænska landsliðsins með þjálfaranum, Ágústi Þór Jóhannssyni. Mynd/Dagur
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -