- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

U17EM: Lagt af stað til keppni á Evrópumótinu

Leikmenn 17 ára landsliðsins við brottför frá Keflavíkurflugvelli í nótt. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Landslið Íslands í handknattleik kvenna, skipað leikmönnum 17 ára og yngri, fór af landi brott í nótt áleiðis til Podgorica í Svartfjallalandi. Framundan er þátttaka á Evrópumótinu sem hefst á fimmtudaginn.


Fyrsti leikurinn verður við landslið Svartfellinga á fimmtudaginn 3. ágúst klukkan 16. Daginn eftir mætir íslenska landsliðið því þýska klukkan 18.15. Þriðji og síðasti leikur í riðlakeppninni verður við Tékka á sunnudaginn. Flautað verður til leiks klukkan 18.15.

Áfram heldur mótið í næstu viku með fleiri leikjum allt þar til kemur að mótslokum sunnudaginn 13. ágúst.

EMU17: Dagskrá, úrslit og staðan, riðlakeppni

Handbolti.is ætlar að hafa góðar gætur á liðinu frá upphafi til enda mótsins, m.a. með textalýsingu og öðrum frásögnum auk mynda. Einnig er rétt að minna á hægt verður að fylgjast með öllum leikjum mótsins í endurgjaldslausu steymi hjá ehftv.com.


Íslenski landsliðshópurinn á EM U17 ára landsliða kvenna.
Markverðir:
Ágústa Tanja Jóhannsdóttir, Selfossi.
Ingunn María Brynjarsdóttir, Fram.
Sif Hallgrímsdóttir, KA/Þór.
Aðrir leikmenn:
Ágústa Rún Jónasdóttir, HK.
Alexandra Ósk Viktorsdóttir, ÍBV.
Arna Karítas Eiríksdóttir, Val.
Ásrún Inga Arnarsdóttir, Val.
Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir, Val.
Bergrós Ásta Guðmundsdóttir, KA/Þór.
Dagmar Guðrún Pálsdóttir, Fram.
Ester Amíra Ægisdóttir, Haukum.
Eva Gísladóttir, FH.
Guðmunda Auður Guðjónsdóttir, HK.
Guðrún Hekla Traustadóttir, Val.
Lydía Gunnþórsdóttir, KA/Þór.
Rakel Dórothea Ágústsdóttir, Stjörnunni.
Starfsfólk:
Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari.
Sigurjón Friðbjörn Björnsson, þjálfari.
Jóhann Ingi Guðmundsson, markvarðaþjálfari.
Karen Tinna, sjúkraþjálfari.
Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, liðstjóri.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -