- Auglýsing -
- Auglýsing -

U17ÓÆ: Taka þátt í Ólympíuhátíðinni í Maribor

U17 ára landsliðið karla sem tók þátt í vináttuleik við Færeyinga í Kaplakrika í vor. Mynd/Aðsend
- Auglýsing -

Landsliðið í handknattleik karla, skipað leikmönnum 17 ára og yngri, tekur þátt í Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem hefst í Maribor í Slóveníu á sunnudaginn. Þetta er annað árið í röð sem Ísland hefur rétt á að senda handknattleikslið karla til keppni á þessu árlega móti sem féll niður 2020 og 2021.

Átta landslið spreyta sig á hátíðinni í flokki 17 ára landsliða pilta. Handknattleikur er ein ellefu greina á dagskrá Ólympíuhátíðarinnar.


Íslenska handknattleiksliðið verður í riðli með Noregi, Slóveníu og Þýskalandi. Í hinum riðlinum verða landslið frá Ungverjalandi, Svartfjallalandi, Króatíu og Portúgal.

Alls verða leikirnir fimm hjá liðinu, þrír í riðlakeppni og auk krossspils og viðureignar um sæti á föstudag og laugardag eftir liðlega viku. (Leikjadagskráin er fyrir neðan leikmannhópinn hér fyrir neðan).

Á síðasta ári hafnaði íslenska liðið í sjötta sæti á mótinu.

Valdir hafa verið 15 leikmenn til þátttöku. Hópurinn fer út á laugardaginn. Nær allir leikmenn íslenska liðsins voru í landsliðinu sem hafnaði í fimmta sæti á Opna Evrópumótinu í Gautaborg í upphafi mánaðarins.

Markverðir:
Óskar Þórarinsson, KA.
Sigurjón Bragi Atlason, Aftureldingu.
Aðrir leikmenn:
Antonie Óskar Pantano, Gróttu.
Aron Daði Stefánsson, KA.
Ágúst Guðmundsson, HK.
Bernard Kristján Owusu Darkoh, ÍR.
Dagur Árni Heimisson, KA.
Daníel Bæring Grétarsson, Aftureldingu.
Hugi Elmarsson, KA.
Jens Bragi Bergþórsson, KA.
Jónas Karl Gunnlaugsson, Selfossi.
Jökull Helgi Einarsson, Aftureldingu.
Magnús Dagur Jónatansson, KA.
Max Emil Stenlund, Fram.
Stefán Magni Hjartarson, Aftureldingu.
Þjálfarar og starfsmenn:
Heimir Örn Árnason, þjálfari.
Stefán Árnason, þjálfari.
Unnar Arnarsson, sjúkraþjálfari.
Gísli Rúnar Guðmundsson, flokkstjóri.

Leikdagar:
24. júlí: Noregur - Ísland,  kl. 18.30
25. júlí: Ísland - Þýskaland, kl. 18.30
26. júlí: Ísland - Slóvenía, kl. 16.30.
28. júní, krossspil.
29. júní, leikir um sæti.
Heimasíða Ólympíuhátíðarinnar: https://eyof-maribor.com/en/home/

Hvað er Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar?

Hátíðin er fyrir evrópsk ungmenni á aldrinum 14 -18 ára. Í tilkynningu á vef ÍSÍ segir að 55 Íslendingar fari til Maribor í Slóveníu vegna hátíðarinnar, þ.m.t. keppendur, þjálfarar, farstjórar, flokkstjórarar og aðrir aðstoðarmenn. Keppendur verða 35; 26 drengir og níu stúlkur.

Keppt verður í 11 íþróttagreinum: áhaldafimleikum, frjálsíþróttum, körfubolta 3×3, handknattleik, júdó, fjallahjólreiðum, götuhjólreiðum, hjólabrettum, sundi, tennis og blaki. Íslenskt íþróttafólk tekur þátt í sex greinum, þ.e. fimleikum, frjálsíþróttum, handknattleik, júdó, sundi, og tennis.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -