- Auglýsing -
- Auglýsing -

U18 ára landsliðið í sterkum riðli á EM

Heimir Ríkarðsson og Gunnar Andrésson þjálfarar U18 ára landsliðsins á hliðarlínunni á æfingamóti í París í haust. Mynd/tiby-handball.com/
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik karla, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, hafnaði í A-riðli þegar dregið var í fjóra riðla í lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Podgorica, höfuðborg Svartfjallalands 4. til 14. ágúst í sumar.


Ísland, var í öðrum styrkleikaflokki, og dróst á móti Þýskalandi úr styrkleikaflokki eitt, Ungverjum úr þriðja flokki og Póllandi úr fjórða flokknum.

Markmið okkar er eitt af átta efstu

„Þýskaland er með mjög sterkt lið og eins þekkjum við Ungverja eftir að hafa leikið við þá á móti í Frakklandi í nóvember,“ sagði Heimir Ríkarðsson annar þjálfara U18 ára landsliðsins við handbolta.is eftir að dregið var áðan.


„Við töpuðum með einu marki fyrir Ungverjum í Frakklandi. Pólland er aðeins spurningamerki. Við förum í þetta verkefni með aðeins eitt markmið, að ná tveimur efstu sætunum og ná að spila um átta efstu sætin,“ sagði Heimir ennfremur en ásamt honum þjálfar Gunnar Andrésson U18 ára landslið karla.


U20 ára landslið Íslands verður einnig í riðli með Þjóðverjum á EM í sumar þegar EM 20 ára landsliða fer fram en dregið var í riðla þeirra keppni á síðasta föstudag.


Riðlaskipting EM U18 ára landsliða:

A-riðill: Þýskaland, Ísland, Ungverjaland, Pólland.
B-riðill: Króatía, Portúgal, Ítalía, Svartfjallaland.
C-riðill: Slóvenía, Danmörk, Noregur, Serbía.
D-riðill: Spánn, Svíþjóð, Frakkland, Færeyjar.

.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -