- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

U19 ára landsliðið er á leið á EM í Varazdin

Leikmenn íslenska 19 ára landsliðsins við brottför frá Keflavíkurflugvelli í fyrradag. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

U19 ára landslið karla í handknattleik hélt af landi brott í morgun. Förinni er heitið til Varazdin í Króatíu þar sem fyrir dyrum stendur þátttaka í Evrópumeistarmótinu í handknattleik. Íslenska liðið verður í riðli með Slóvenóu, Serbíu og Ítalíu. Fyrsti leikurinn verður gegn Slóvenum í hádeginu á fimmtudaginn.


Undirbúningur hefur staðið yfir síðustu vikur undir stjórn þjálfaranna Heimis Ríkarðssonar og Gunnars Andréssonar.


Eftir því sem næst verður komist er hér fyrir neðan íslenski landsliðshópurinn sem tekur þátt í mótinu. Handbolti.is átti von á að fá sendan staðfestan hóp í gærkvöld en því miður hefur sá póstur ekki skilað sér. Neðangreindur hópur er úr frétt af heimasíðu HSÍ frá 2. júlí.

Markverðir:
Adam Thorsteinsson, Stjörnunni.
Brynjar Vignir Sigurjónsson, Aftureldingu.
Aðrir leikmenn:
Andri Finnsson, Val.
Andri Már Rúnarsson, Fram.
Arnór Ísak Haddsson, KA.
Arnór Viðarsson, ÍBV.
Benedikt Gunnar Óskarsson, Val.
Breki Hrafn Valdimarsson, Val.
Einar Bragi Aðalsteinsson, HK.
Gauti Gunnarsson, ÍBV.
Guðmundur Bragi Ástþórsson, Haukum.
Ísak Gústafsson, Selfoss.
Jóhannes Berg Andrason, Víkingi.
Kristófer Máni Jónasson, Haukum.
Símon Michael Guðjónsson, HK.
Þorsteinn Leó Gunnarsson, Aftureldingu.
Þjálfarar eru Heimir Ríkarðsson og Gunnar Andrésson.
Björn Eiríksson, liðsstjóri.
Adam Snær Jóhannesson, sjúkraþjálfari.
Magnús Kári Jónsson, fararstjóri.

Leikir:
12. ágúst: Ísland – Slóvenía, kl. 12.30.
13. ágúst: Ísland – Ítalía, kl. 12.30.
15. ágúst: Ísland – Serbía, kl. 12.30.
Eftir þetta tekur við krossspil á mill riðla og úrslitaleikir. Mótinu lýkur 22.ágúst. Eftir því sem næst verður komist verða allar leikir mótsins sýndir á ehftv.com.


Þess má til gamans geta að Arnór Atlason fyrrverandi landsliðsmaður Íslands þjálfar U19 ára landslið Dana sem tekur einnig þátt í mótinu. Danir eru í C-riðli með Þjóðverjum, Norðmönnum og Rússum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -