- Auglýsing -
- Auglýsing -

U19 ára landsliðið komið til Tékklands í tvo leiki

Stúlkurnar í U19 ára landsliðinu ásamt íslenskum pilti, Daníel, sem kom í heimsókn á æfingu. Daníel á heima Louny. Mynd/Gurrý
- Auglýsing -

U19 ára landslið kvenna er komið til Louny í Tékklandi þar sem það leikur tvo leiki við landslið Tékka á morgun og á laugardaginn. Leikirnir eru liður í undirbúningi beggja landsliða fyrir þátttöku á Evrópumeistaramótinu sem fram fer í Rúmeníu frá 6. til 16. júlí í sumar.

Uppistaðan í íslenska landsliðinu eru leikmenn sem stóðu sig frábærlega á HM 18 ára landsliða í Norður Makedóníu í ágúst á síðasta ári þegar Ísland hafnaði í áttunda sæti og var hreinlega hársbreidd frá sæti í undanúrslitum.


Íslenski hópurinn ferðaðist frá Íslandi í gær og kom síðla dags til Louny þar sem vel fer um liðsmenn, þjálfara og aðstoðarfólk en fararstjóri hópsins er hin þrautreynda handknattleikskona Guðríður Guðjónsdóttir. Þjálfarar eru Árni Stefán Guðjónsson og Jóhann Ingi Guðmundsson. Vel var æft hér á landi áður en farið var út auk þess sem tekin var æfing í keppnishöllinni í Louny í dag.


Fyrri viðureignin við Tékka hefst klukkan 17 á morgun. Handbolti.is mun fylgjast eins grannt með leiknum og hægt verður.


Fyrr í vikunni var dregið í riðla fyrir Evrópumótið og hafnaði íslenska liðið í riðli með Þýskalandi, Rúmeníu og Portúgal. Hér er frétt um riðlaskiptinguna.


Fyrir nokkru var valinn æfingahópur vegna ferðarinnar. Hér má lesa frétt um hverjar það eru sem skipa hópinn.

Streymi verður frá leiknum á morgun, föstudag, á neðantalinni slóð:

https://www.tvcom.cz/Zapas/Sport-Hazena/Pohlavi-Muzi/Sezona-2022-2023/218823-Pratelske-utkani-juniorek-Czech-republic-Island.htm

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -