- Auglýsing -
- Auglýsing -

U17 ára landsliðið leikur í dag í Prag

Sigurjón Friðbjörn Björnsson og Rakel Dögg Bragadóttir þjálfara U17 ára landsliðsins ræða við leikmenn fyrir æfingu í gær. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

U17 ára landslið kvenna í handknattleik, eins og U19 ára landsliðið, kom til Tékklands í fyrradag og mætir landsliði Tékka í tveimur vináttuleikjum í Prag í kvöld og á morgun. Fyrr í vikunni hafði hópurinn æft saman hér á landi undir stjórn þjálfaranna Rakelar Daggar Bragadóttur og Sigurjóns Friðbjörns Björnssonar.


Þráðurinn var tekinn upp í Prag í gær undir stjórn Rakelar og Sigurjóns. Æft var og lagt á ráðin fyrir fyrri viðureignina við Tékka sem hefst í dag klukkan 16.30 að íslenskum tíma.


Æfingavikan og leikirnir tveir við Tékka eru liður í undirbúningi U17 ára landsliðsins fyrir stórverkefni sumarsins en landsliðið tekur þátt í Evrópumóti 17 ára landsliða sem fram fer í Podgorica, höfuðborg Svartfjallalands, frá 3. til 13. ágúst.

Frá æfingu U17 ára landsliðsins í Prag í gær. Mynd/HSÍ


Fyrr í vikunni var dregið í riðla mótsins og er frétt um riðlaskiptinguna að finna hér.

Ekkert streymi

Því miður verður ekki streymt frá leiknum í kvöld. Handbolti.is mun eftir fremsta megni flytja fregnir af úrslitum leiksins eins fljótt og verða má eftir að flautað hefur verið til leiksloka.

Stúlkurnar í U17 ára landsliðinu við brottför frá Keflavíkurflugvelli snemma á miðvikudaginn. Mynd /HSÍ


Hópurinn sem er í Tékklandi var valinn á dögunum og var hann birtur í neðangreindri frétt á handbolta.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -