- Auglýsing -
- Auglýsing -

U20: Án síns besta manns voru færeysku piltarnir hársbreidd frá sigri

Færeyingar hafa staðið sig stórkostlega á EM U20 ára landsliða. Mynd/EHF
- Auglýsing -

Þrátt fyrir að vera án síns öflugasta leikmanns, Elias Ellefsen á Skipagøtu, þá voru Færeyingar nærri því að ná a.m.k. öðru stiginu gegn Slóvenum í annarri umferð B-riðils Evrópumóts landsliða 20 ára og yngri í handknattleik karla í Porto í dag. Slóvenar náðu að herja út sigur, 28:27, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 18:15.


Ellefsen, sem dreif færeyska liðið áfram í gær til sigurs á Dönum í fyrstu umferð, er meiddur á hné. Vonir standa til þess að hann geti verið með í lokaumferð riðlakeppninnar á sunnudaginn þegar færeysku piltarnir mæta þeim ungversku.


Hakun West av Teigum skoraði sex mörk fyrir færeyska liðið og var markahæstur. Óli og Pauli Mittún voru jafnir með fimm mörk hvor. Yngri bróðir Elias Ellefsen á Skipagøtu, Rói, skoraði fjögur mörk. Pauli Jacobsen markvörður var mjög góður í leiknum í dag eins og í gær. Hann var með 38% hlutfallsmarkvörslu.


Ungverjar töpuðu fyrir lærisveinar Arnórs Atlasonar í danska landsliðinu, 28:25, eftir að hafa verið yfir, 18:16, í hálfleik. Danska liðið fann taktinn í síðari hálfleik og munaði miklu um stórleik Mikkel Møller Løvkvist markvarðar.


Staðan er galopin í B-riðli eftir tvær umferðir. Hver lið hefur tvö stig.


Úrslit leikja, næstu leikir og stöðuna í riðlinum er að finna hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -