- Auglýsing -
- Auglýsing -

U20: Ísland mætir Slóveníu á föstudaginn

Andri Már Rúnarsson og Andri Finnsson, leikmenn U20 ára landsliðs Íslands. Mynd/Jónas Árnason
- Auglýsing -

Íslensku strákarnir í U20 ára landsliðinu í handknattleik mæta Slóvenum í krossspilinu um sæti níu til tólf á Evrópumeistara í Porto á föstudaginn. Í hinni viðureign krossspilsins eigast við landslið Færeyja og Ítalíu. Staðfestur leiktími á viðureign Ísland og Slóveníu er klukkan 16. Þá er auðvitað átt við tímann heima á Íslandi.


Sigurliðin í leikjunum á föstudaginn mætast daginn eftir í leik um níunda sætið. Tapliðin leika um ellefta sætið. Liðin í 11 efstu sætunum tryggja þjóðum sínum sæti á heimsmeistaramóti U21 árs liða sem haldið verður í Grikklandi og Þýskalandi í lok júní og í byrjun júlí á næsta ári.


Ítalía vann Svartfjallaland, 31:26, í síðasta leik í riðli Íslands í milliriðlakeppni liðanna í níunda til sextánda sæti. Ítalir hrepptu þar með efsta sæti riðilsins. Ísland hafnaði í öðru sæti.


Slóvenar lögðu Norðmenn, 42:34, í síðasta leiknum í hinum riðlinum og ljúka keppni með fullu húsi stiga. Færeyingar eru í öðru sæti og Pólverjar í þriðja. Norðmenn reka lestina og mæta Króötum í krossspili um 13. til 16. sæti. Í hinni viðureigninni um sæti þrettán til sextán leiða Pólverjar og Svartfellingar saman hesta sína.

LSJTMarkat.Stig
Slóvenía330099-876
Færeyjar320198-914
Pólland310290-932
Noregur300391-1070
LSJTMarkat.Stig
Ítalía321083-775
Ísland3201100-754
Króatía311173-833
Svartfj.land300379-1000
  • Tvö efstu liðin í hvorum riðli leika um 9. til 12. sæti.
  • Tvö neðstu liðin í hvorum riðli leik um 13. til 16. sæti.
  • Leikirnir fara fram 15. og 16. júlí.
  • Leikir Íslands verða í textalýsingu á handbolta.is mótið á enda.

    Fréttin hefur verið uppfærð.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -