- Auglýsing -
- Auglýsing -

U20: Níu marka tap í Köge – myndskeið

Leikmenn íslenska landsliðsins þakka fyrir leikinn í dag. Mynd/Jónas Árnason
- Auglýsing -

U20 ára landslið Íslands í handknattleik karla tapaði öðru sinni á jafnmörgum dögum fyrir Dönum í vináttuleik í Köge í Danmörku í dag, 37:28. Danska liðið, sem Arnór Atlason þjálfara, var sjö mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:12.


Eins og gærkvöld þegar liðin mættust í Faxe þá voru Danir mun betri. Varnarleikur íslenska liðsins virðist ekki hafa verið sannfærandi að þessu sinni, sé tekið mið af öllum þeim mörkum sem það fékk á sig.

Andri Már Rúnarsson var yfirburðamaður í íslenska liðinu í dag. Hann skorað 10 mörk.

Íslensku piltarnir stilla sér upp fyrir leikinn í dag. Mynd/Jónas Árnason


Mörk Íslands: Andri Már Rúnarsson 9, Benedikt Gunnar Óskarsson 4, Gauti Gunnarsson 4, Jóhannes Berg Andrason 4, Kristófer Máni Jónasson 3, Andri Finnsson 2, Arnór Viðarsson 1, Breki Hrafn Valdimarsson 1.

Í markinu varði Brynjar Vignir Sigurjónsson 9 skot og Adam Thorstensen 1 skot

Á myndskeiðum hér fyrir neðan má sjá hluta úr tveimur sóknum íslenska liðsins í fyrri hálfleik í leiknum í dag.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -