Leikið verður í umspili fyrir HM kvenna frá miðvikudeginum 9. apríl fram til sunnudagsins 13. apríl. Tuttugu og tvö landslið börðust um 11 sæti á HM sem fram fer í Hollandi og Þýskalandi frá 26. nóvember til 14. desember.
Hér fyrir neðan eru úrslit leikjanna en þeir síðustu fóru fram í dag.
Laugardagur 12. apríl:
Svartfjallaland – Portúgal 30:26 (16:13).
-Svartfjallaland vann samanlagt, 61:45.
Norður Makedónía – Pólland 21:23 (10:10).
-Pólverjar unnu samanlagt, 45:39.
Vináttuleikir:
Danmörk – Þýskaland 26:29 (15:13).
Frakkland – Holland 31:28 (13:13).
Sunnudagur 13. apríl:
Spánn – Króatía 23:17 (9:7).
-Spánn vann samanlagt, 43:38.
Litáen – Færeyjar 30:29 (14:11).
-Færeyjar unnu samanlagt 65:56.
Slóvakía – Sviss 24:30 (12:14).
–Sviss vann samanlagt, 68:46.
Kósovó – Svíþjóð 24:43 (9:24).
-Svíþjóð vann samanlagt 94:40.
Rúmenía – Ítalía 31:17 (14:11).
-Rúmenía vann samanlagt, 61:37.
Serbía – Slóvenía 33:31 (17:17).
–Serbía vann samanlagt, 62:60.
Úkraína – Tékkland 27:26 (11:15).
-Tékkland vann samanlagt, 61:46.
Tyrkland – Austurríki 25:30 (11:14).
-Austurríki vann samanlag, 66:54.
Miðvikudagur 9. apríl, fyrri leikir:
Ítalía – Rúmenía 21:30 (8:17).
Slóvenía – Serbía 29:29 (14:13).
Sviss – Slóvakía 38:22 (16:15).
Færeyjar – Litáen 36:26 (15:11).
Portúgal – Svartfjallaland 19:31 (11:14).
Pólland – Norður Makedónía 22:18 (14:8).
Ísland – Ísrael 39:27 (20:10).
-Ísland vann samanlagt, 70:48.
Vináttuleikur:
Þýskalandi – Danmörk 31:33 (13:12).
Fimmtudagur 10. apríl, fyrri leikir (nema Ísrael – Ísland):
Tékkland – Úkraína 35:19 (17:12).
Króatía – Spánn 27:26 (17:12).
Austurríki – Tyrkland 36:29 (13:13).
Svíþjóð – Kósovó 51:16 (28:8).
Ísrael – Ísland 21:31 (11:16).
Vináttuleikir:
Ungverjaland – Brasilía 30:25 (17:13).
Frakkland – Holland 31:25 (12:10).
30 þjóðir þegar komnar á HM
Þegar er víst að eftirtaldar þjóðir senda landslið á HM kvenna sem fram fer í Hollandi og Þýskalandi frá 26. nóvember til 14. desember:
- Holland og Þýskaland, gestgjafar.
- Frakkland, heimsmeistari 2023.
- Noregur, Evrópumeistari 2024.
- Danmörk og Ungverjaland, silfur- og bronslið EM 2024.
- Bandaríkin, boðskort.
- Kína, boðskort.
- Argentína, Brasilía, Úrúgvæ frá Mið- og Suður-Ameríku.
- Angóla, Egyptaland, Senegal, Túnis frá Afríku.
- Íran, Kasakstan, Japan og Suður Kórea frá Asíu.
- Ísland, Svartfjallaland, Pólland, Spánn, Færeyjar, Sviss, Svíþjóð, Rúmenía, Serbía, Tékkland, Austurríki eftir umspilsleiki Evrópu.
Dregið verður í riðla í 22. maí.