- Auglýsing -
- Auglýsing -

Umspilskeppni Olísdeildanna hefst eftir páska

Lið Gróttu og FH taka þátt í umspili um sæti í Olísdeild kvenna. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Nú þegar keppni er lokið í Olísdeild kvenna, Grill 66-deild kvenna og Grill 66-deild karla liggur fyrir hvað lið mætast í fyrstu umferð í umspili um sæti í Olísdeildum karla og kvenna á næsta keppnistímabili.


Fyrsta umferð í umspilskeppni Olísdeildar karla hefst föstudaginn 14. apríl. Tveimur dögum síðar verður fyrsta umferð í kvennaflokki. Vinna þarf tvo leiki í fyrstu umferð umspilsins en þrjá leiki þarf að vinna í úrslitum.

Í umspili Grill 66-deildar kvenna mætast:
16. apríl: ÍR - Grótta.
16. apríl: Selfoss - FH.
Liðin mætast öðru sinni 19. apríl. Komi til oddaleikja fara þeir fram 22. apríl.
Sigurliðin leika til úrslita um sæti í Olísdeild kvenna á næstu leiktíð. Leikdagar, 26. og 29. apríl,  3., 6. og 9. maí. Vinna þarf þrjá leiki í úrslitum.
  • HK fellur úr Olísdeild kvenna. Afturelding tekur sæti í deildinni í stað Kópavogsliðsins. Selfoss varð næst neðst í Olísdeild kvenna og tekur þar með sæti í umspilinu.
Í umspili Grill 66-deildar karla mætast:
14. apríl: Víkingur - Kórdrengir.
14. apríl: Fjölnir - Þór Ak.
Liðin mætast öðru sinni 17. apríl. Komi til oddaleikja fara þeir fram 20. apríl.
Sigurliðin leika til úrslita um sæti í Olísdeild karla á næstu leiktíð. Leikdagar, 25. og 28. apríl, 1., 4. og 7. maí. Vinna þarf þrjá leiki í úrslitum.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -