Næstu leikir íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik í undankeppni Evrópumótsins fara ekki fram fyrr en í byrjun mars á næsta ári. Þá mætir íslenska landsliðið tyrkneska liðinu í tvígang, ytra 2. mars og hér heima fjórum dögum síðar. Lokasprettur undankeppninnar verður síðla í apríl þegar sænska landsliðið kemur hingað til lands og mætir íslenska landsliðinu 20.apríl. Þremur dögum síðar leikur íslenska landsliðið serbneska landsliðinu í Serbíu.
Í millitíðinni tekur kvennalandsliðið þátt í fjögurra liða móti í Tékklandi. Auk landsliða Íslands og Tékklands verður landslið Sviss með og Evrópumeistarar Noregs undir stjórn Þóris Hergeirssonar. Landslið Noregs og Tékklands fara fljótlega eftir mótið til Spánar þar sem þau verða með á heimsmeistaramótinu sem hefst 1. desember.
Auk A-landsliðs Íslands fer B-landsliðið einnig til Tékklands þar sem það æfir og tekur þátt í nokkrum vináttuleikjum.
- Auglýsing -