17 ára landsliðs pilta og stúlkna leika bæði í undanúrslitum í dag á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Skopje í Norður Makedóníu. Stúlknalandsliðið mætir þýska landsliðinu en piltarnir leika við ungverska landsliðið.
Báðar viðureignir hefjast klukkan 14 að íslenskum tíma. Mögulegt er að fylgjast með endurgjaldslausum útsendingum frá leikjunum á EHFTV.com eða á eoctv.org/. Á síðarnefndu síðunni er streymi frá öllum keppnisgreinum Ólympíuhátíðarinnar.
Undanúrslit stúlkna:
Ísland – Þýskaland kl. 14.
Sviss – Holland, kl. 16.15.
Undanúrslit pilta:
Ísland – Ungverjaland, kl. 14.
Þýskaland – Króatía, kl. 16.15.
Sigurliðin í undanúrslitum eigast við í úrslitaleikjum á morgun.
Tapliðin bítast um bronsverðlaun á morgun, laugardag.
Piltalandslið Íslands vann þrjár fyrstu viðureignir sína á mótinu. Stúlknaliðið hefur borið sigurorð úr tveimur leikjum en tapað einni.