- Auglýsing -
- Auglýsing -

Undirbúningstíminn lengist stöðugt

Leikmenn Fjölnis-Fylkis tókst að vinna sér rétt í umspili Grill 66-deeildar kvenna. Mynd/Fjölnir-Þorgils
- Auglýsing -

Gísli Steinar Jónsson er annar þjálfari kvennaliðs Fjölnis-Fylkis. Hann segir að nokkuð vel hafi gengið að halda leikmönnum við efnið. Hann á ekki von á öðru en sú vinna sem leikmenn hafi lagt á sig við erfiðar aðstæður undanfarnar vikur skili sér loksins þegar hægt verði að taka upp þráðinn í Grill 66-deild kvenna. Hið sameinaða lið Fjölnis-Fylkis fór vel af stað í haust og hafði unnið báða leiki sína þegar keppni í deildinni var frestað í byrjun október þegar hert var á sóttvarnareglum.

Gísli Steinar er þjálfari Fjölnis-Fylkis ásamt Gunnari Val Arasyni. Handbolti.is sendi Gísla Steinari nokkrar spurningar, eins og fleiri þjálfurum í Olís,- og Grill 66-deildum. Gísli Steinar svaraði spurningum greiðlega og eru svör hans hér fyrir neðan.

Hvernig hefur gengið að halda leikmönnum við efnið síðustu vikur?

„Það hefur gengið bara nokkuð vel. Við erum með frábært teymi þjálfara með okkur, bæði styrktarþjálfara sem hafa gert frábæra hluti með stelpurnar, en það eru strákarnir í IH Styrk og svo Lárus Gunnarsson markmannsþjálfari. Þeir hafa verið flottir í að halda stelpunum við efnið og vonandi skilar það sér bara þegar við förum aftur af stað.“

Vonandi æfingar í sal í nóvember

Hvernig horfir þú til næstu vikna sem þjálfari?

„Verðum við ekki að byrja að vona að við komumst inn í sal í nóvember. Ef ekki, þá verða hlutirnir auðvitað ekkert mikið breyttir. Við vonumst svo auðvitað bara eftir því að stelpurnar séu búnar að sinna sínum málum vel og við höldum áfram á þeirri góðu braut sem við vorum komin á þegar keppninni var frestað.“

Er eitthvað hægt að velta framhaldinu fyrir í sér í deildarkeppninni meðan óljóst er hvenær verður hægt að hefja æfingar af einhverjum krafti?

„Við höfum átt daga þar sem við höfum vonað að við náum að klára þessa 16 leiki sem eru í deildinni. Svo höfum við hugsað út í það líka hvort við náum að spila eina umferð. Vonandi náum við bara að spila 1-2 leiki fyrir jól. Um leið er það von okkar að ekki verði fleiri slíkar bylgjur, þó maður efist nú um það að þetta sé sú síðasta. En ætli við verðum ekki bara að vera bjartsýn á það að ná að klára þessa deild.“

Treystir HSÍ fullkomlega

Hvaða áhrif getur ástand síðustu vikna, þ.e. leikir, takmarkaðar og jafnvel litlar æfingar, haft á framhaldið hjá liðum í Grillinu, svona heilt yfir?

„Þetta getur auðvitað haft leiðinlegar afleiðingar ef fólk fer of geyst af stað eftir svona langa pásu. Fyrir mér (Gísla) þá lengist alltaf sá tími sem liðin þurfa áður en farið verður inn á keppnisvöllinn aftur. Auðvitað vilja allir fara sem fyrst af stað með leikina, en það verður að setja heilsuna í fyrsta sæti og treysti ég sambandinu fullkomlega til þess að gera rétt þar. Ég hef trú á því að við eigum eftir að fá að sjá liðin okkar á gólfinu fyrir jól og það komi einhver stöðugleiki á þetta allt saman.“

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -