- Auglýsing -

Unglingalandsliðin eru í sjötta sæti í Evrópu

- Auglýsing -


Íslensku unglingalandsliðin, karla og kvenna, eru í sjötta sæti á stigalista Handknattleikssambands Evrópu þegar öll yngri landsliðamót sumarsins eru gerð upp og lögð saman. Spánverjar eru í efsta sæti, Danir í öðru sæti og Svíar í þriðja sæti. Ungverjar, sem voru í efsta sæti eftir sumarið 2024, falla niður í níunda sæti.


Hver þátttökuþjóð á EM og HM karla vinnur sér inn ákveðin stigafjölda sem hækkar eftir því sem betri árangri er náð stórmótum. Við bætist einnig árangur síðustu ára eins og svipuðum útreikningum fyrir A-landsliðin.

Sautján ára landslið kvenna sem tók þátt í EM í sumar. Ljósmynd/HSÍ

Sitja í þriðja sæti

Sautján, nítján og 21 ára landsliðin eru í þriðja sæti þegar eingöngu er litið til karlaflokksins með 162 stig. Spánn og Svíþjóð eru jöfn í efsta sæti með 204 stig.


Ísland er ekki inn á lista 10 efstu í kvennaflokki. U17 ára landsliðið hafnaði í 17. sæti á EM og 19 ára landsliðið varð í 15. sæti. Spánverjar eru í efsta sæti í kvennaflokki. Danir og Svartfellingar jafnir í öðru sæti. Króatíu situr í fjórða sæti. Sigur Slóvaka á EM 17 ára landsliða kvenna fleytir þeim upp í áttunda sæti á listanum í kvennaflokki.

Sjá nánar: Spain claim first place in YAC summer ranking 2025

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -