- Auglýsing -
- Auglýsing -

Unglingalandsliðsmaður heldur áfram hjá Gróttu

Antoine Óskar Pantano heldur sínu striki áfram með Gróttu. Mynd/Grótta
- Auglýsing -

Unglingalandsliðsmaðurinn Antoine Óskar Pantano hefur fylgt í kjölfarið á Ara Pétri Eiríkssyni og skrifað undir nýjan samning við Handknattleiksdeild Gróttu sem gildir út tímabilið 2026.

Antoine er 17 ára gamall leikstjórnandi og hefur stimplað sig inn í Olísdeildina í vetur með góðri frammistöðu í vetur. Hann hefur skorað 12 mörk og skapað 22 marktækifæri fyrir liðsfélaga sína í þeim 10 leikjum sem búnir eru.

Antoine Óskar lék stórt hlutverk í U17 ára landsliði karla sem hafnaði í 5. sæti á Opna Evrópumótinu í Svíþjóð í sumar og var einnig í 5. sæti á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Slóveníu nokkrum vikum síðar. 

„Það eru miklar gleðifréttir að Antoine leiki í Gróttutreyjunni næstu árin enda framtíðarleikmaður meistaraflokks,“ segir í tilkynningu frá handknattleiksdeild Gróttu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -