- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ungmenni Vals lögðu stein í götu ÍR-inga

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Ungmennalið Vals kom í veg fyrir að ÍR færðist upp í annað sæti Grill 66-deildar karla í handknattleik í kvöld með því að leggja Breiðholtsliðið í Origohöllinni, 30:29, í æsilega spennandi leik. ÍR var marki yfir í hálfleik, 16:15.


Tómas Sigurðarson skoraði 30. mark Vals þegar rúmar þrjár mínútur voru til leiksloka, 30:29. Hvað sem ÍR-ingar reyndu til þess að jafna á síðustu mínútum þá tókst þeim það ekki. Jens Sigurðarson markvörður Vals mætti á milli stanganna í Valsmarkinu og varði allt hvað af tók. Óhætt er að segja að Jens hafi skellt í lás.

ÍR er þar með áfram í fjórða sæti Grill 66-deildarinnar með átta stig að loknu sjö leikjum, þremur stigum á eftir Þór sem settist í efsta sætið eftir sigur á Fjölni í öðrum spennuleik sem fram fór í deildinni í kvöld.

Valur U er í sjötta sæti með sjö stig eftir sex leiki.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

Mörk Vals U.: Tómas Sigurðarson 8, Daníel Örn Guðmundsson 7, Knútur Gauti Kruger 5, Þorvaldur Örn Þorvaldsson 3, Dagur Leó Fannarsson 2, Hlynur Freyr Geirmundsson 2, Loftur Ásmundsson 2, Daníel Montoro Montoro 1.
Varin skot: Stefán Pétursson 8, Jens Sigurðarson 3.

Mörk ÍR: Sveinn Brynjar Agnarsson 7, Hrannar Ingi Jóhannsson 6, Eyþór Ari Waage 5, Bernard Kristján Darkoh 3, Egill Skorri Vigfússon 3, Bjarki Steinn Þórisson 2, Róbert Snær Örvarsson 2, Baldur Fritz Bjarnason 1.
Varin skot: Rökkvi Pacheco Steinunnarson 14.

Tengt efni:

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Toppsætið er Þórsara

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -